TF3AM í Skeljanesi á fimmtudagskvöld
Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður haldið i fimmtudaginn 1. nóvember. Þá mætir Andrés Þórarinsson, TF3AM í Skeljanes og nefnist erindi hans „Ferðaloftnet á stuttbylgjuböndum“.
Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30. Stjórn ÍRA hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Veglegar kaffiveitingar.

Andrés Þórarinsson TF3AM. Myndin var tekin af Andrési þegar hann flutti erindi á vetrardagskrá ÍRA um tilraunir af uppsetningu á krosstvípólum við sumarhús sitt í Grímsnesi, sbr. mynd frá myndvarpa í bakgrunni. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3JON.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!