Áhugaverðar niðurstöður mælinga
Jón G. Guðmundsson TF3LM mætti í Skeljanes fimmtudaginn 25. október og fór yfir niðurstöður mælinga alls 19 VHF og VHF/UHF handstöðva, auk 2 VHF bílstöðva, sem gerðar voru á laugardagsopnum í félagsaðstöðunni þann 1. september s.l. Um var að ræða sameiginlegt verkefni þeirra TF1A.
Skýrt var frá helstu niðurstöðum í máli og myndum. Athyglisvert var hve mikill gæðamunur getur verið á milli einstakra stöðva hvað varðar „hreinleika“ sendis (yfir- og undirsveiflur).
Samkvæmt því sem m.a. kom fram virðast kínverskir framleiðendur ekki vanda sig nægjanlega vel við smíðarnar. TF3LM mun gera grein fyrir niðurstöðunum í næsta tölublaði CQ TF.
Ágæt mæting var í Skeljanes þetta fimmtudagskvöld og góðar kaffiveitingar. Bestu þakkir til Jóns fyrir vandað og áhugavert erindi.
Ljósmyndir: TF3JB.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!