Sófaumræður á sunnudegi í Skeljanesi
Næsti liður á vetrardagskrá ÍRA í Skeljanesi eru sófaumræður á sunnudegi.
Jónas Bjarnason TF3JB mætir í sófaumræður sunnudaginn 4. nóvember og er yfirskriftin: “Reglugerðarumhverfi radíóamatöra á Íslandi í 70 ár og WRC-19”.
Húsið verður opnað kl. 10 árdegis. Miðað er við að dagskrá verði tæmd á hádegi. Kaffiveitingar.
Um sunnudagsopnanir.
Sunnudagsopnanir hafa verið skýrðar á þann veg að um sé að ræða fyrirkomulag menntandi umræðu á messutíma sem er hugsuð afslöppuð, þ.e. þar sem menn sitja með kaffibolla í leðursófasettinu og ræða amatör radíó. Tiltekinn leyfishafi sem hefur staðgóða þekkingu á viðkomandi umræðuefni leiðir umfjöllun og svarar spurningum.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!