,

SÓFAUMRÆÐUR Á SÓLRÍKUM SUNNUDEGI

Jónas Bjarnson TF3JB mætti í Skeljanes 4. nóvember og leiddi sófaumræður á sunnudegi um reglugerðarumhverfi radíóamatöra og WRC-19 (e. World Rado Conference).

Hann opnaði umfjöllunina með erindi sem skiptist í inngang og fimm stutta kafla:

• Settar reglugerðir 1947-2017.
• Helstu breytingar á þessu tímabili skv. reglugerðum, reglum og sérákvörðunum.
• Umsóknir ÍRA til Póst- og fjarskiptastofnunar á þessu ári (2018).
• Fyrirhugaðar umsóknir ÍRA til Póst- og fjarskiptastofnunar á næsta ári (2019).
• WRC-19 og framtíðin.

Jónas benti m.a. á að 70 ár hafi verið liðin á síðasta ári (2017) frá því fyrsta reglugerð um starfsemi radíóamatöra var sett þann 8. febrúar 1947. Af því tilefni dreifði hann útprentun af fyrstu reglugerðinni til viðstaddra.

Líflegar umræður urðu í framhaldi og var m.a. fjallað um einstök tíðnisvið, tegundir útgeislunar, sendiafl, truflanir, eftirlitshlutverk opinberra aðila o.m.fl.

Efnistökum verða gerð skil í sérstakri samantekt í næsta hefti CQ TF, sem kemur út þann 27. janúar 2019. Alls mættu 10 félagar og 1 gestur í Skeljanes þennan sólríka sunnudagsmorgun.

Skeljanesi 4. nóvember. Jónas Bjarnason TF3JB fjallar um reglugerðarumhverfi radíóamatöra og WRC-19. Ljósmynd: Óskar Sverrisson TF3DC.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

7 + 7 =