,

UPPFÆRSLA HJÁ KORTASTOFU ÍRA

Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri kortastofu ÍRA, lauk við uppfærslu á merkingum QSL kassa stofunnar í dag, laugardaginn 3. nóvember. Þrír leyfishafar koma að þessu sinni inn með sérmerkt hólf:

TF1OL – Ólafur Örn Ólafsson.
TF3VE – Sigmundur Kalsson.
TF8YY – Garðar Valberg Sveinsson.

Mathías sagði að nú væru alls 110 félagar með merkt hólf. Hann kvaðst vilja geta þess, að kallmerki fái sérmerkt hólf um leið og kort byrja að berast.

Pósthólf félagsins er tæmt vikulega (á miðvikudögum) og eru sendingar flokkaðar sama dag. Mathías nefndi, að félagsmenn geti því gengið að því sem vísu þegar þeir koma í félagsaðstöðuna á fimmtudagskvöldi, að ný kort bíði á staðnum – hafi borist kort daginn áður.

Mathías Hagvaag TF3MH QSL stjóri kortastofu ÍRA við vinnu i Skeljanesi 3. nóvember. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × one =