Entries by TF3JB

,

PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 14. DESEMBER

Alls voru 12 skráðir til prófs Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis, sem haldið var laugardaginn 14. desember í Háskólanum í Reykjavík. Þar af sátu 10 próf í raffræði og radíótækni og 9 próf í reglum og viðskiptum. Þegar tíðindamaður þurfti að víkja af vettvangi um kl. 16:00 var prófsýning í gangi. Almennt var að heyra […]

,

ÓSK UM GOTT GENGI OG ÞAKKIR

Stjórn ÍRA óskar þátttakendum í prófi Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis, sem fram fer laugardaginn 14. desember í Háskólanum í Reykjavík góðs gengis. Jafnframt er starfsmönnum Póst- og fjarskiptastofnunar, prófnefnd ÍRA, leiðbeinendum á námskeiði ásamt umsjónarmanni og öðrum þeim sem að verkefninu komu, færðar þakkir fyrir gott framlag. Þá vill félagið ennfremur þakka stuðning forráðamanna […]

,

JÓLAKAFFI ÍRA Á FIMMTUDAG

Síðasti viðburður á vetrardagskrá ÍRA október-desember 2019 er árlegt jólakaffi félagsins, sem haldið verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi, fimmtudaginn 19. desember. Húsið verður opnað kl. 20:00 að venju. Þetta verður jafnframt síðasta opnun félagsaðstöðunnar á þessu ári en hún verður næst opin fimmtudaginn 9. janúar 2020. Stjórn ÍRA.

,

AMATÖRPRÓF 14. DESEMBER

Prófnefnd ÍRA hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: Amatörpróf Póst- og fjarskiptastofnunar verða haldin í Háskólanum í Reykjavík, stofu V109, laugardaginn 14. desember 2019, sem hér segir: 10:00-12:00  Raffræði og radíótækni 13:00-15:00  Reglur og viðskipti15:30             Prófsýning Almenn skráning í próf fer fram með tölvupósti, sem senda skal á bæði þessi netföng: hrh@pfs.is bjarni@pfs.is hjá Póst- og […]

,

CQ WW DX CW KEPPNIN 2019

Keppnisnefnd CQ hefur birt bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) í morshluta keppninnar frá 23.-24. nóvember s.l. Áætlaður heildarárangur er í punktum (P) yfir heiminn (H) og yfir Evrópu (EU). Árangur TF3CW frá ED8W er frábær, 2. sæti yfir heiminn og 1. sæti í Evrópu. Hamingjuóskir til Sigga og annarra þátttakenda. 20M lágafl, einm.flokkur. TF3VS / 9.435P […]

,

SKELJANES 12. DESEMBER, OPIÐ HÚS

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 12. desember. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti. QSL stjóri tæmir pósthólfið á miðvikudag og flokkar innkomnar QSL sendingar fyrir opnun á fimmtudagskvöld. Stjórn ÍRA.

,

TF3KB FJALLAÐI UM TÍÐNIPLÖN Á SUNNUDEGI

Þriðja sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá var haldin sunnudaginn 8. desember kl. 11 árdegis. Kristján Benediktsson, TF3KB, mætti í Skeljanes og fjallaði um tíðniplön á HF amatörböndunum. Kristján greindi frá sögulegum þáttum þessara „umferðarreglna“ radíóamatöra og skýrði m.a., að þetta væru reglur sem við settum okkur sjálfir innan ríkjandi tíðniheimilda stjórnvalda. Hann fór vel yfir tíðniplanið […]

,

SUNNUDAGUR 8. DESEMBER Í SKELJANESI

Sunnudaginn 8. desember kl. 11 árdegis verða svokallaðar „sófaumræður“ í Skeljanesi; þær þriðju á yfirstandandi vetrardagskrá. Til umfjöllunar verða tíðniplön á amatörböndunum. Kristján Benediktsson, TF3KB, leiðir umræður. Kristján mun m.a. ræða skiptingu tíðnisviðanna eftir tegund útgeislunar og notkun. Farið verður yfir tíðniplön fyrir tíðnisviðin frá 136 kHz til 30 MHz. Húsið opnar kl. 10:30. Vandaðar […]

,

TF3YOTA VERÐUR QRV Í DESEMBER

Kallmerki með viðskeytinu YOTA (Yongsters On The Air) eru þegar byrjuð að heyrast á böndunum, enda desembermánuður byrjaður. “Við verðum aðeins seinni í gang núna en í fyrra”, sagði Elín í samtali við tíðindamann, “en við byrjum á fullu 17. desember”. Þá ætla þau Elín Sigurðardóttir, TF2EQ og Árni Freyr Rúnarsson, TF8RN, að hefjast handa […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 5. DESEMBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 5. desember. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti. QSL stjóri félagsins, tæmir pósthólfið á miðvikudag og verður búinn að flokka QSL sendingar fyrir opnun á fimmtudagskvöld. Stjórn ÍRA.