SKELJANES SUNNUDAG 1. MARS
Næst á vetrardagskrá félagsins, er upprifjun á Win-Test keppnisforritinu sem fram fer á morgun, sunnudag 1. mars í Skeljanesi. Leiðbeinandi er Yngvi Harðarson, TF3Y. Hann mætir kl. 10:30 í félagsaðstöðuna og fer yfir notkun forritsins og svarar spurningum.
Þetta er hraðnámskeið sem er hugsað fyrir þá sem e.t.v. þurfa smávægilega upprifjun, hafa spurningar um grundvallarþætti í notkun forritsins sem og fyrir þá sem eru lengra eru komnir.
Viðburðurinn var upphaflega kynntur á dagskrá þann 23. febrúar en var frestað um viku, til 1. mars.
Stjórn ÍRA.
Vefslóð á heimasíðu Win-Test: http://www.win-test.com/
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!