,

FRÁBÆR LAUGARDAGUR Í SKELJANESI

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Jón G. Guðmundsson TF3LM, mættu  í Skeljanes laugardaginn 29. febrúar. Mælitæki voru sett upp í salnum til að mæla VHF og UHF stöðvar bæði fyrir amatörböndin og utan þeirra.

Þrennt var prófað: Afl sendis, næmleiki viðtækis og áberandi sterkar yfirsveiflur (frá 1mW). Allar prófanir voru gerðar í gerviálag.

Félagsmönnum var boðið að mæta á staðinn með eigin stöðvar og komu menn alls með 25 stöðvar (bílstöðvar, handstöðvar og heimastöðvar). Eftirspurn var þannig mjög góð og entist tíminn til að prófa alls 15 stöðvar.

Yfirsveiflur voru mældar upp að 1,5 GHz. Algengt var að sjá yfirsveiflur í kringum 800 MHz og lélegar Kínastöðvar, sem sendu merki fyrir neðan senditíðni (undirsveiflur). Þótt niðurstöður hafi almennt reynst góðar, sagðist Ari vilja benda á að ekki væri að vita hvernig tækin hegða sér t.d. á mismunandi bílnetum. Niðurstöður verða birtar á næstunni þegar búið verður að vinna úr niðurstöðum.

Mælitæki: Rohde & Schwarz CMU-300 Universal Radio Communication Tester (6 GHz), DBD Communications 100W gerviálag (6 GHz) og DAIWA CN-801V VHF/UHF standbylgju- og aflmælir. Aflgjafar: Diamond GSV3000 (25A), QJE PSV30SWIV (30A) og Astron SL-11A (11A).

Innan tíðar verður boðið upp á framhald mælinga í Skeljanesi til að ljúka mælingum á VHF/UHF stöðvum sem bíða, auk þess sem kallað verður eftir fleirum enda mikið um fyrirspurnir.

Stjórn ÍRA þakkar þeim Ara Þórólfi Jóhannessyni TF1A og Jóni G. Guðmundssyni TF3LM fyrir frábæran viðburð.

Alls mættu 30 félagar og 2 gestir þennan ágæta laugardag í Skeljanes, þrátt fyrir mikla snjókomu í vesturbæ Reykjavíkur.

Mælingarlaugardagur í Skeljanesi 29. febrúar. Frá vinstri: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Sveinn Aðalsteinsson (bak í myndavél), Jón G. Guðmundsson TF3LM og Sigurður Smári Hreinsson TF8SM.
Frá vinstri: Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Georg Kulp TF3GZ, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Sveinn Aðalsteinsson TF1SA (bak í myndavél) og Gunnar Bergþór Pálsson TF2BE.
Strax upp úr klukkan 14 var mikið komið af félögum í hús. Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF1A (bak í myndavél), Hörður Bragason TF3HB, Georg Kulp TF3GZ, Sveinn Aðalsteinsson TF1SA og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A. Síðan koma þeir Baldvin Þórarinsson TF3-033, Sigurður Smári Hreinsson TF8SM, Jón G. Guðmundsson TF3LM og Björgvin Víglundsson TF3BOI (allir með bak í myndavél).
Sumar mælingar vöktu kátínu. Frá vinstri: Georg Kulp TF3GZ, Jón Björnsson TF3PW, Sveinn Aðalsteinsson TF1SA, Gunnar Bergþór Pálsson TF2BE, Sigurður Smári Hreinsson TF8SM, Jón Guðmundur Guðmundsson TF3LM, Snorri Ingimarsson TF3IK (bak í myndavél) og Benedikt Sveinsson TF3T.
Áfylling sótt á kaffið. Frá vinstri: Baldvin Þórarinsson TF3-033, Guðmundur Sigurðsson TF3GS, Óskar Sverrisson TF3DC, Snorri Ingimarsson TF3IK og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS. (Ljósmyndir: TF3JB).
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × three =