,

FLÓAMARKAÐI FRESTAÐ TIL 3. MAÍ

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að fresta auglýstum flóamarkaði sem kynntur er á vetrardagskrá að verði haldinn sunnudaginn 8. mars.

Ástæðan er, ríkjandi aðstæður vegna útbreiðslu kórónaveiru sem veldur CONVID-19 sjúkdómi, en tilfellin á Íslandi eru orðin alls 35.

Flóamarkaðir ÍRA hafa, síðustu ár, verið fjölsóttustu viðburðir félagsins og gjarnan hafa komið um og yfir 50 manns í Skeljanes. Ljóst er, þegar slíkur fjöldi mætir í salinn, verða mikil þrengsli. Leitað var til fagaðila um álit vegna þessa í dag og okkur ráðlagt að fresta viðburðinum, sé þess kostur.

Því hefur verið ákveðið að fresta flóamarkaði ÍRA 2020 til sunnudagsins 3. maí n.k. Eins leitt og það annars er að fresta viðburði, er það mat okkar að betra sé að sýna fyrirhyggju í þessu máli.

Stjórn ÍRA.

OptiBeam OB4-20OWA 4 staka Yagi loftneti TF3IRA í Skeljanesi. LJósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × 5 =