Entries by TF3JB

,

SNYRT TIL UTANHÚSS Í SKELJANESI

Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33, mætti í Skeljanes eftir hádegi sunnudaginn 28. júní. Á dagskrá var að hreinsa til og gera snyrtilegt við húsið og innganginn. Verkið gekk hratt og vel fyrir sig svo nú er orðið boðlegt fyrir félagsmenn og gesti að mæta á staðinn. Leigumarkaður BYKO í Breidd sá okkur fyrir Honda sláttuorfi með öflugum […]

,

NÝTT CQ TF – 3. TBL. 2020 KOMIÐ ÚT

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 3. tbl. CQ TF sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni. Margir hafa lagt hönd á plóg og mörgum ber að þakka, en sér í lagi TF3VS sem annaðist umbrotsvinnu. CQ TF er að þessu sinni 52 blaðsíður að stærð. 73 – TF3SB, […]

,

NÝTT VIÐTÆKI YFIR NETIÐ Í BLÁFJÖLLUM

Í dag, 27. júní, bættist við innanlandsviðtæki til hlustunar yfir netið af KiwiSDR gerð, sömu tegundar og þau tvö sem eru fyrir. Nýja viðtækið er staðsett í Bláfjöllum í 690 metra hæð. Það hefur fyrst um sinn til afnota, láréttan tvípól fyrir 80 og 40 metrana. KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz upp í 30 […]

,

YOTA VIRKNI FRÁ TF3IRA

Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, ungmennafulltrúi ÍRA, tók þátt í YOTA (Youngsters On The Air) virkni á netinu í viku 26. Viðburðir voru hvorutveggja í boði í IARU Svæðum 1 og 2 og voru hugsaðir til að koma, a.m.k. að hluta til í stað YOTA viðburða, sem ýmist voru felldir niður eða frestað í vor/sumar vegna Covid-19. […]

, ,

SKEMMTILEGT FIMMTUDAGSKVÖLD Í SKELJANESI

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 25. júní. Þetta var þriðja opnunarkvöld eftir 3 mánaða hlé en aðstaðan var samfleytt lokuð frá 12. mars til 11. júní s.l. vegna Covid-19. Yfir kaffinu voru fjörugar umræður á báðum hæðum, m.a. um DX‘inn, nýjustu þróun í SDR viðtækjum, ferðaloftnet og SOTA verkefnið, sem snýst um að fara […]

,

CARL J. EIRÍKSSON TF3CJ ER LÁTINN

Carl Johan Eiríksson, TF3CJ,  hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Fram kemur á vef Skotíþróttasambands Íslands í dag, að Carl hafi látist þann 12. júní s.l. Hann var á 92. aldursári; handhafi leyfisbréfs nr. 43. Um leið og við minnumst Carls með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir […]

,

SKELJANES 25. JÚNÍ, OPIÐ HÚS

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 25. júní. Húsið opnar stundvíslega kl. 20:00. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og veglegt meðlæti. Mathías Hagvaag TF3MH, QSL stjóri ÍRA, tæmir pósthólfið á miðvikudag og flokkar innkomin kort fyrir opnun. Sjáumst í Skeljanesi! Stjórn ÍRA. .

,

CQ KIDS DAY Í BOÐI ARRL 20. JÚNÍ

„CQ Kids Day“ er í dag, laugardaginn 20. júní. Þennan dag bjóða bandarískir radíóamatörar ungu fólki að kynnast amatör radíói með því að hafa sambönd í gegnum stöðvar sínar. Viðburðurinn hefst kl. 18 að íslenskum tíma. Mælt er með að byrja á að skiptast á nöfnum, aldri, staðsetningu og upplýsingum um uppáhalds lit. Félagsmenn eru […]

,

SUMARSTEMNING Í SKELJANESI 18. JÚNÍ

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 18. júní. Þetta var 2. opnun eftir 3 mánaða hlé en aðstaðan var samfleytt lokuð frá 12. mars til 11. júní s.l. vegna Covid-19. Vandað var með kaffinu að venju, nýjustu tímaritin lágu frammi og QSL stjóri hafði flokkað kortasendingar. Mikið var rætt um loftnet, búnað, skilyrðin og m.a. […]

,

SKELJANES 18. JÚNÍ, OPIÐ HÚS

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 18. júní. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og veglegt meðlæti. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort fyrir opnun á fimmtudagskvöld. Sjáumst í Skeljanesi! Stjórn ÍRA.