Entries by TF3JB

,

Próf til amatörleyfis fór fram laugardaginn 4. maí

Próf til amatörleyfis fór fram á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 4. maí. Prófið var tvískipt, annarsvegar í undirstöðuatriðum í raffræði og radíótækni og hins vegar í reglugerð og viðskiptum. Alls þreyttu 11 þátttakendur fyrri hluta prófsins. Þar af náðu 5 fullnægjandi árangri til G-leyfis og 4 fullnægjandi árangri til N-leyfis. Alls þreyttu […]

,

Sunnudagsfundur verður í Skeljanesi

Framkvæmdanefnd IARU Svæðis 1 heldur árlegan stjórnarfund sinn í Reykjavík helgina 4.-5. maí. Í tilefni þessa viburðar, verður opið hús í félagsaðstöðunni í Skeljanesi sunnudaginn 5. maí frá kl. 15:00. Um er að ræða óformlegan viðburð þar sem erlendir gestir okkar munu kynna í stuttu máli það helsta sem er að gerast á alþjóðavettvangi í málefnum radíóamatöra. Stjórnarmenn […]

,

TF2CW í 3. sæti og TF4X í 15. sæti yfir Evrópu

Í maíhefti CQ tímaritsins 2013 eru birtar niðurstöður úr morshluta CQ World-Wide DX keppninnar sem fram fór dagana 24. – 25. nóvember 2012. Þátttaka var allgóð frá TF og sendu fimm stöðvar inn keppnisdagbækur. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði afburðaárangi í sínum keppnisflokki (sem TF2CW) og varð í 3. sæti yfir Evrópu og handhafi bronsverðlauna. TF4X náði jafnframt mjög góðum árangri í sínum keppnisflokki og […]

,

Radíódót fæst gefins í kvöld

Sigurður Harðarson, TF3WS, félagi okkar, er að fylla stóra jeppakerru af margskonar notuðu radíódóti, sem félagsmönnum Í.R.A. mun standa til boða koma, skoða, gramsa í og hirða – fyrir utan félagsaðstöðuna í Skeljanesi í kvöld, þ.e. fimmtudaginn, 2. maí frá kl. 19:30. Það sem m.a. verður í boði: Allskyns gamlar talstöðvar, spennugjafar, prentplötur með íhlutum og aukahlutir fyrir […]

,

Próf til amatörleyfis verður haldið 4. maí

Próf Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis verður haldið laugardaginn 4. maí 2013 í Háskólanum í Reykjavík. Prófið hefst stundvíslega kl. 10 árdegis í kennslustofu M122. Hafa skal meðferðis blýanta, strokleður, reglustiku og reiknivél sem ekki getur geymt gögn. Önnur gögn eru ekki leyfð. Prófið er í tveimur hlutum: Amatörpróf í undirstöðuatriðum raffræði og radíótækni. Það er í 30 liðum. Lágmarkseinkunn […]

,

Aðalfundur Í.R.A. 2013 verður haldinn 18. maí

Með tilvísan til 16. gr. félagslaga er hér með boðað til aðalfundar Í.R.A. laugardaginn 18. maí 2013. Fundurinn verður haldinn í Snæfelli, fundarsal Radisson Blu Hótel Sögu, við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt félagslögum. Samkvæmt ákvæði í 27. gr. laganna þurftu tillögur að lagabreytingum að berast stjórn félagsins fyrir 15. apríl s.l. Með […]

,

Starfshópur um neyðarfjarskipti á fimmtudag

                              Næsta erindi á vetrardagskrá Í.R.A. verður haldið fimmtudaginn 2. maí kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Starfshópur félagsins um neyðarfjarskipti mun gefa félagsmönnum stöðuskýrslu um verkefnið, en hópurinn skilar endanlegum tillögum til stjórnar í síðasta lagi þann 13. maí n.k. Starfshópinn skipa: Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóri […]

,

Efni frá námskeiði Í.R.A. komið á vefinn

Athygli þátttakenda á námskeiði Í.R.A. til amatörprófs er vakin á því að PowerPoint glærur frá kennslukvöldum nr. 15 og 16 sem fram fóru 5. og 9. apríl s.l., hafa verið settar inn á vefsvæði prófnefndar á heimasíðu félagsins. Kennari: Andrés Þórarinsson, TF3AM. Um er að ræða 4 PowerPoint skjöl: Bylgjuútbreiðsla; Bylgjuútbreiðsla, dæmi; Loftnet og fæðilínur; og Loftnet ogfæðilínur, dæmi. Glærurnar má nálgast […]

,

Vel heppnaður fimmtudagsfundur í Skeljanesi

Þann 18/9 2012 skipaði stjórn Í.R.A. starfshóp til að gera tillögur um stefnumótun félagsins hvað varðar fjaraðgang að teknu tilliti til alþjóðlegrar leiðsagnar sem er til mótunar um þessar mundir. Starfshópurinn kynnti fyrsta hluta skýrslu sinnar í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 18. apríl. Fyrsti hluti varðar afstöðu hópsins til fjaraðgangs íslenskra leyfishafa. Ágætar umræður urðu eftir kynningu […]

,

CQ TF, 2. tbl. 2013 er komið út

Nýtt hefti félagsblaðs Í.R.A., CQ TF, er komið út. Hér er aprílheftið 2013 á ferðinni. Njótið lestrarins! Blaðið hefur verið sent félagsmönnum í tölvupósti. Hafi einhver ekki fengið blaðið er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband við undirritaðan. Eintak af blaðinu (í aukinni upplausn) hefur verið sett inn á vefsíðu CQ TF á heimasíðunni til […]