,

TF2CW í 3. sæti og TF4X í 15. sæti yfir Evrópu

TF2CW keppti sem TF2CW frá QTH TF2LL í Norðtungu III í Þverárhlíð í Borgarfirði.

Í maíhefti CQ tímaritsins 2013 eru birtar niðurstöður úr morshluta CQ World-Wide DX keppninnar sem fram fór dagana 24. – 25. nóvember 2012. Þátttaka var allgóð frá TF og sendu fimm stöðvar inn keppnisdagbækur. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði afburðaárangi í sínum keppnisflokki (sem TF2CW) og varð í 3. sæti yfir Evrópu og handhafi bronsverðlauna. TF4X náði jafnframt mjög góðum árangri í sínum keppnisflokki og varð stöðin í 15. sæti yfir Evrópu. Þessi niðurstaða er afspyrnu góð hjá báðum stöðvum, m.a. með tilliti til óhagstæðra fjarskiptaskilyrða, einkum fyrri hluta keppninnar.

Keppendur frá TF4X í Otradal í Vesturbyggð: G3SWH, TF3DC, WA6O, UA3AB, TF3Y, N3ZZ og TF4M.

Niðurstöður fyrir TF stöðvar í keppninni eru birtar í töflunni.

Kallmerki

Keppnisflokkur

Árangur, stig

QSO

Svæði

DXCC

TF3DX/M Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl
Unknown macro: {center}119,316

Unknown macro: {center}303

Unknown macro: {center}62

Unknown macro: {center}121

TF2CW Einmenningsflokkur, 14 MHz, háafl, aðstoð
Unknown macro: {center}1,012,662

Unknown macro: {center}3010

Unknown macro: {center}38

Unknown macro: {center}124

TF3SG Einmenningsflokkur, 3,5 MHz, háafl, aðstoð
Unknown macro: {center}30,552

Unknown macro: {center}401

Unknown macro: {center}13

Unknown macro: {center}63

TF3VS Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl, aðstoð
Unknown macro: {center}23,912

Unknown macro: {center}149

Unknown macro: {center}27

Unknown macro: {center}71

TF4X Fleirmenningsflokkur, öll bönd, háafl
Unknown macro: {center}8,344,464

Unknown macro: {center}7552

Unknown macro: {center}132

Unknown macro: {center}529

Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði R. Jakobssyni, TF3CW, innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur, og Þorvaldi Stefánssyni, TF4M og þeim sem tóku þátt frá TF4X, svo og öðrum íslenskum þátttakendum í keppninni.


Ljósmyndir:
Efri mynd: Björg Óskarsdóttir (XYL TF3CW).
Neðri mynd: Þorvaldur Stefánsson, TF4M.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

10 − 9 =