,

Sunnudagsfundur verður í Skeljanesi

Framkvæmdanefnd IARU Svæðis 1 á stjórnarfundi í Reykjavík í gær, 4. maí 2013. Frá vinstri: ZS4BS, G3PSM, OE1MCU, DL9KCE, PB2T, HB9JOE, LA2RR, LZ1US, VE6SH, SM6CNN, 9A5W, DK4VW og YV5AM. Ljósmynd HB9ELF.

Framkvæmdanefnd IARU Svæðis 1 heldur árlegan stjórnarfund sinn í Reykjavík helgina 4.-5. maí. Í tilefni þessa viburðar, verður opið hús í félagsaðstöðunni í Skeljanesi sunnudaginn 5. maí frá kl. 15:00. Um er að ræða óformlegan viðburð þar sem erlendir gestir okkar munu kynna í stuttu máli það helsta sem er að gerast á alþjóðavettvangi í málefnum radíóamatöra.

Stjórnarmenn IARU Svæðis 1: Hans Blondeel Timmerman, PB2T, formaður; Hani Raad, OD5TE, varaformaður; Dennis Green, ZS4BS, ritari; Andreas Thiemann, HB9JOE, gjaldkeri; Panayot Danev, LZ1US, meðstjórnarndi; Nikola Per?in, 9A5W, meðstjórnandi; Colin Thomas, G3PSM, meðstjórnandi; Thilo Kootz, DL9KCE, meðstjórnandi og Anders Larsson, SM6CNN, meðstjórnandi. Auk framkvæmdanefndarmanna IARU Svæðis 1, sitja fundinn þeir Timothy S. Ellam, VE6SH, forseti IARU, alþjóðasamtaka landsfélaga radíóamatöra, Ole Garpestad, LA2RR, varaforseti og Reinaldo Leandro, YV5AM, formaður IARU Svæðis 2.

Félagsmenn eru hvattir til að líta við í Skeljanesi. Kaffiveitingar.

Fyrir hönd stjórnar Í.R.A.,

Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three + 11 =