,

Radíódót fæst gefins í kvöld

Jeppakerran að fyllast. Ljósmyndin var tekin í morgun, fimmtudaginn 2. maí.+

Sigurður Harðarson, TF3WS, félagi okkar, er að fylla stóra jeppakerru af margskonar notuðu radíódóti, sem félagsmönnum Í.R.A. mun standa til boða koma, skoða, gramsa í og hirða – fyrir utan félagsaðstöðuna í Skeljanesi í kvöld, þ.e. fimmtudaginn, 2. maí frá kl. 19:30.

Það sem m.a. verður í boði: Allskyns gamlar talstöðvar, spennugjafar, prentplötur með íhlutum og aukahlutir fyrir fjarskiptatæki. Einnig nýrri talstöðvar (þ.á.m. handstöðvar) og margt fleira dót. Fyrstur kemur, fyrstur fær!

Miðað er við að menn getið “gramsað” allt til kl. 20:30 en þá mun Sigurður flytja kerruna frá Skeljanesi, til að trufla ekki kynningarfund starfshóps Í.R.A. um neyðarfjarskipti sem byrjar dagskrá sína í félagsaðstöðunni kl. 20:30.

Fyrirvari er gerður um veður, þ.e. ef mikil úrkoma verður þarf að fresta viðburðinum.

F.h. stjórnar Í.R.A.,

Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.


(Ljósmynd: TF3WS).

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twelve − five =