Entries by TF3JB

, ,

Glæsilegur árangur TF3CW á heimsmælikvarða

Í aprílhefti CQ tímaritsins 2013 eru birtar niðurstöður úr SSB-hluta CQ World-Wide DX keppninnar sem fram fór dagana 27.-28. október 2012. Þátttaka var ágæt frá TF og sendu 7 stöðvar inn keppnisdagbækur. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði afburðaárangi í sínum keppnisflokki og varð í 1. sæti yfir Evrópu og handhafi Evrópubikarsins. Þessi niðurstaða tryggði honum jafnframt 2. sæti […]

,

DVD heimildarmynd frá 3YØX á fimmtudag

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins verður haldinn fimmtudaginn 4. apríl kl. 20:30 í Skeljanesi. Þá verður sýnd DVD heimildarmynd frá DX-leiðangri til Peter I Island, 3YØX. Sýningartími myndarinnar er klukkustund og er sýningin í boði Brynjólfs Jónssonar, TF5B, sem jafnframt færir félaginu mynddiskinn til eignar. Sýningarstjóri verður Guðmundur Sveinsson, TF3SG. Leiðangursmenn höfðu alls 87,304 QSO á tæplega tveimur vikum í febrúar 2006. Önnur […]

,

Aðalfundur Í.R.A. verður haldinn 18. maí n.k.

Með tilvísan til 16. gr. félagslaga er hér með boðað til aðalfundar Í.R.A. laugardaginn 18. maí 2013. Fundurinn verður haldinn í Snæfelli (áður „Yale”) fundarsal Radisson Blu hótel Sögu, við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 18. gr. félagslaga. Bent er á, að samkvæmt ákvæði í 27. gr. laganna þurfa tillögur að […]

, ,

CQ WW WPX SSB keppnin er um helgina

Talhluti CQ World-Wide WPX keppninnar 2013 fer fram um næstu helgi, 30.-31. mars n.k. Keppnin er tveggja sólahringa keppni og hefst kl. 00:00 laugardaginn 30. mars og lýkur kl. 23:59 sunnudaginn 31. mars. Keppnin fer fram á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Í boði eru m.a. 8 einmenningsflokkar: Keppnisriðlar Keppnisflokkar Einmenningsflokkur (a) Allt að […]

,

Páskakveðjur

Páskahátíðin nálgast. Næstkomandi fimmtudag, þann 28. mars, er skírdagur. Félagsaðstaða Í.R.A. við Skeljanes verður lokuð þann dag. Næsti opnunardagur er fimmtudagurinn 4. apríl. Þá verður á dagskrá DVD heimildarmynd frá DX-leiðangri til 3YØX í boði TF5B í sýningarstjórn TF3SG (nánar kynnt síðar). Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar páskahátíðar. Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður.

,

Stangarloftnet fellt í Skeljanesi

Benedikt Guðnason, TF3TNT, stöðvarstjóri TF3IRA, mætti ásamt fleirum árdegis, sunnudaginn 24. mars í Skeljanes. Verkefni dagsins var að taka niður, gera við og setja upp á ný, Butternut HF6V stangarloftnet TF3IRA. Vettvangskönnun leiddi hins vegar í ljós að loftnetið er nokkuð laskað og var því ákveðið að taka það niður til viðgerðar. Í millitíðinni verður New-Tronics Hustler 6-BTV loftnet […]

,

WAZ viðurkenningarskjal TF3IRA úr innrömmun

Worked All Zones Award (WAZ) viðurkenningarskjalið fyrir TF3IRA frá CQ tímaritinu var sótt í innrömmun í dag, þann 22. mars. Um er að ræða fyrsta WAZ viðurkenningarskjal félagsstöðvarinnar og er það veitt fyrir allar tegundir útgeislunar (e. Mixed Mode). Undirbúningur er langt kominn með umsóknir fyrir tvö önnur WAZ viðurkenningarskjöl. Annars vegar fyrir sambönd einvörðungu á morsi og hins […]

,

Fimmtudagserindi frestast

Af óviðráðanlegum ástæðum þarf að fresta fyrirhuguðu fimmtudagserindi á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar sem auglýst var n.k. fimmtudag, þann 21. mars. Ný dagsetning verður auglýst strax og hún liggur fyrir. Opið hús verður þess í stað í félagsaðstöðunni í Skeljanesi á fimmtudagskvöld á milli kl. 20 og 22. F.h. stjórnar Í.R.A., Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður.

,

Efni frá námskeiði Í.R.A. komið á vefinn

Athygli þátttakenda á námskeiði Í.R.A. til amatörprófs er vakin á því að svör við dæmum á 8. kennslukvöldi sem lögð voru fyrir þann 8. mars s.l., hafa verið sett inn á vefsvæði prófnefndar á heimasíðu félagsins. Kennari: Ágúst Úlfar Sigurðsson, TF3AU. Um er að ræða pdf skjal sem má nálgast á þessari vefslóð: http://www.ira.is/namsefni/ Skjalið er vistað neðst […]

,

Vel heppnaður fimmtudagsfundur 14. mars

Sérstakur fimmtudagsfundur var haldinn í félagsaðstöðunni við Skeljanes þann 14. mars. Benedikt Guðnason, TF3TNT, VHF stjóri Í.R.A., hélt inngangserindi og Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ,gjaldkeri félagsins annaðist fundarstjórn. Kjartan gat þess í upphafi, að fundurinn skoðaðist sem sjálfstætt framhald af VHF/UHF fundinum sem haldinn var þann 24. janúar s.l. Ágætar umræður urðu um málaflokkinn og m.a. samþykkt, að ekki væri ástæða til […]