,

Stangarloftnet fellt í Skeljanesi

Skeljanesi 24. mars. TF3TNT og TF3EE rannsaka laskað Butternut HF6V stangarloftnet TF3IRA í návígi.

Benedikt Guðnason, TF3TNT, stöðvarstjóri TF3IRA, mætti ásamt fleirum árdegis, sunnudaginn 24. mars í Skeljanes. Verkefni dagsins var að taka niður, gera við og setja upp á ný, Butternut HF6V stangarloftnet TF3IRA. Vettvangskönnun leiddi hins vegar í ljós að loftnetið er nokkuð laskað og var því ákveðið að taka það niður til viðgerðar.

Í millitíðinni verður New-Tronics Hustler 6-BTV loftnet félagsins sett upp á ný (þó án 80 metra spólu og topps). Við það tækifæri verður fæðilínan endurnýjuð. Hugmynd stöðvarstjóra er, að síðan verði settur upp svokallaður „beygður tvípóll” (e. „folded dipole“) fyrir 80 metrana, sbr. mynd LA8OKA neðst á síðunni.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Benedikt Guðnasyni, TF3TNT; Erling Guðnasyni, TF3EE; Benedikt Sveinssyni, TF3CY og Jónasi Bjarnasyni, TF3JB fyrir vinnuframlag þennan sólríka sunnudag í Skeljanesi.

TF3EE og TF3TNT losa upp stagfestur við Butternut HF6V stangarnetið eftir ákvörðun um að fella netið.

Loftnetið fellt eftir losun stagfestinga norðanmegin á skemmuþakinu.

Butternut HF6V stangarloftnetið á leið niður á jafnslettu. TF3TNT og TF3EE hjálpast að.

Sunnudagurinn var einnig nýttur til að slá nagla í vegg og hengja upp nýja WAZ viðurkenningarskjalið.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 + one =