Entries by TF3JB

,

Páskaleikar 2018, kynning 24. mars

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, flutti áhugaverða kynningu í Skeljanesi um Páskaleikana 2018 sem verða haldnir laugardaginn 31. mars og sunnudaginn 1. april (páskadag). Markmiðið er að fá menn í loftið og hafa gaman af. Leikarnir fara fram á 2M – 4M – 6M – 70CM – 23CM og 80M. Allar tegundur útgeislunar (mótanir) eru heimilaðar. Hafa […]

,

TF1RPB í Bláfjöllum QRV á ný

Endurvarpi félagsins í Bláfjöllum, TF1RPB, er QRV á ný. Sigurður Harðarson, TF3WS,lagði á fjallið snemma í morgun (14. júní) og tengdi “Pál”; stöðin var fullbúin kl. 09:15. Fyrstu prófanir lofa góðu en þrír leyfishafar prófuðu stöðina skömmu eftir uppsetningu, þ.e. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI(bæði frá eign QTH og /m í Reykjavík), Ólafur Björn Ólafsson, TF3ML/7 (frá Vestmannaeyjum) og Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, […]

,

Fréttir frá aðalfundi Í.R.A. 2013

Aðalfundur Í.R.A. 2013 var haldinn þann 18. maí í Snæfelli, fundarsal Radisson Blu Hótel Sögu í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf; kosin ný stjórn, samþykktar lagabreytingar ásamt umræðum undir liðnum önnur mál. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Kristinn Andersen, TF3KX fundarstjóri og Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, fundarritari. Alls sóttu 19 félagsmenn fundinn úr kallsvæðum TF1, TF2, TF3 […]

,

Aðalfundur Í.R.A. 2013.

Aðalfundur Í.R.A. 2013 verður haldinn í dag, laugardaginn 18. maí. Fundurinn verður haldinn í Snæfelli, fundarsal Radisson Blu Hótel Sögu, við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt félagslögum. Sjá nánari upplýsingar í 2. tbl. CQ TF 2013. F.h. stjórnar Í.R.A., Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður.

,

Rausnarleg gjöf TF3S til Í.R.A.

Stefán Þórhallsson, TF3S, hafði nýlega samband við stjórn félagsins og sagði að sig langaði til að gefa félaginu nokkrar fjarskiptastöðvar, fjarskiptabúnað, mælitæki og fleira radíódót vegna flutninga. Það varð úr að Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 og Jónas Bjarnason, TF3JB heimsóttu Stefán með jeppakerru Baldvins þann 15. maí. Það sem sótt var fyrri daginn (15. maí) var […]

,

Ný kallmerki frá Póst- og fjarskiptastofnun

Póst- og fjarskiptastofnunin, PFS hefur nýlega úthlutað eftirtöldum nýjum kallmerkjum. Kallmerki Leyfi Leyfishafi/not Staðsetning stöðvar Skýringar TF1MMN N-leyfi Magnús H. Vigfússon 800 Selfoss Stóðst N-próf til amatörleyfis 4.5.2013. TF2R G-leyfi Sameiginleg stöð 311 Borgarbyggð Fyrra kallmerki: TF2RR. TF3CE G-leyfi Árni Þór Ómarsson 109 Reykjavík Stóðst G-próf til amatörleyfis 4.5.2013. TF3EO G-leyfi Egill Ibsen Óskarsson 104 […]

,

Heimboð til félagsmanna Í.R.A. á miðvikudag

Flugmódelmenn bjóða félagsmönnum Í.R.A. á Hamranesflugvöll næstkomandi miðvikudagskvöld, þann 15. maí. Veðurspáin lítur nokkuð vel út, en við erum auðvitað háðir veðri í módelflugi. Miðvikudagar eru klúbbkvöld á flugvelli Þyts og þar erum við mættir um kvöldmatarleytið. Hamranesflugvöllur er örskammt frá Hvaleyrarvatni fyrir ofan Hafnarfjörð. Tvær leiðir liggja þangað: Aka í átt að Kaldársseli og beygja […]

,

Samráðsfundur með Póst- og fjarskiptastofnun

Sérstakur fundur fulltrúa Í.R.A. og fulltrúa IARU og IARU Svæðis 1, var haldinn í húsnæði stofnunarinnar að Suðurlandsbraut 4 í Reykjavík, þann 7. maí. Efnt var til fundarins að ósk fulltrúa IARU sem staddir voru hér á landi sem gestir á fundi framkvæmdanefndar IARU Svæðis 1 helgina 4.-5. maí 2013. Þeir Ole Garpestad, LA2RR, varaformaður IARU […]

,

Vel heppnaður fimmtudagsfundur í Skeljanesi

Síðasti viðburðurinn á vetrardagskrá Í.R.A. að þessu sinni fór fram í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 2. maí. Það var kynning starfshóps Í.R.A. um mótun neyðarfjarskiptastefnu fyrir félagið. Jón Þóroddur Jónsson, neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A. hafði orð fyrir hópnum og kynnti hugmyndir hans og svaraði spurningum. Hugmyndir starfshópsins hafa nú verið formgerðar og eru þær kynntar hér á […]

,

Sólríkur sunnudagsfundur í Skeljanesi

Framkvæmdanefnd IARU Svæðis 1 hélt stjórnarfund sinn árið 2013 í Reykjavík, helgina 4.-5. maí. Í tilefni fundarins sýndu nefndarmenn áhuga á að hitta félagsmenn Í.R.A. eftir stjórnarfundinn, síðdegis á sunnudag. Í ljósi þessa var ákveðinn óformlegur fundur í félagsaðstöðunni í Skeljanesi á milli kl. 15 og 17 sunnudaginn 5. maí. Rúmlega 20 manna hópur þeirra […]