,

Heimboð til félagsmanna Í.R.A. á miðvikudag

Mynd frá Tungubökkum í Mosfellsbæ sem tekin var í ágúst í fyrrasumar.

Flugmódelmenn bjóða félagsmönnum Í.R.A. á Hamranesflugvöll næstkomandi miðvikudagskvöld, þann 15. maí. Veðurspáin lítur nokkuð vel út, en við erum auðvitað háðir veðri í módelflugi. Miðvikudagar eru klúbbkvöld á flugvelli Þyts og þar erum við mættir um kvöldmatarleytið.

Hamranesflugvöllur er örskammt frá Hvaleyrarvatni fyrir ofan Hafnarfjörð. Tvær leiðir liggja þangað:

  • Aka í átt að Kaldársseli og beygja til hægri inn að Hvaleyrarvatni. Aka framhjá vatninu og síðan um 500 metra.
  • Aka Krísuvíkurveginn og beygja til vinstri skömmu eftir að komið er fram hjá gulu spennistöð Landsvirkjunar. Aka um 1000 metra í átt að Hvaleyrarvatni.

Umfjöllun hér: http://frettavefur.net/Forum/viewforum.php?id=2


Með góðri kveðju,

Ágúst H. Bjarnason, TF3OM.

Mynd frá Tungubökkum í Mosfellsbæ sem tekin var í ágúst í fyrrasumar.

(Ljósmyndir: TF3OM).

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 − 2 =