Entries by Jón Þóroddur Jónsson

, ,

Útileikarnir 2017

TF3IK segir frá sinni þátttöku í Útileikunum: “Svona var þetta hjá mér, TF3IK-5, á útileikunum 2017. Er á Akureyri í orlofshúsi við Furulund. Notaði ICOM IC-7300 stöðina en var líka með Kenwood TK-90 fyrir Landsbjargartíðnirnar (sem voru þó ekki notaðar á útileikunum). Tengdi stöðvarnar með coax skipti út á sameiginlegt net sem er ca 40 […]

, ,

TF-Útileikar 2017

Fámennt en góðmennt var í Skeljanesi í gærkvöldi þar sem TF3EK fór yfir framkvæmd komandi Útileika og sýndi á grasflötinni við Skeljanes hve auðvelt er að setja upp loftnet í fljótheitum og fara í loftið á 80 og 20 metrum. Allt sem þarf er stöð með aflgjafa, 2o metra langur vír, rápstöng eða eitthvað til að […]

, ,

SOTA, TF15MOOT og IOTA um helgina

TF3GD og TF3DX verða á 145.500 FM og 14.034 CW í Hrafntinnuskeri um hádegisbil í dag sunnudaginn 30. júlí. Vonumst vera Hrafntinnuskeri hádegisbil, 3GD m. gott loftn. 145.500,  3DX CW 14.034 +/– QRM. 73, Villi       Sent úr Samsung-spjaldi   TF15MOOT er í loftinu á 14.289 SSB.    

,

TF15MOOT á Úlfljótsvatni fram yfir verslunarmannahelgi.

Árni Freyr Rúnarsson skrifar á fésbók: Hæ, eins og flestir hér vita þá er stórt alþjóðlegt skátamót, World Scout Moot, hafið á Úlfljótsvatni. Við verðum í loftinu alveg fram yfir verslunarmannahelgi á kallmerkinu TF15MOOT. Við verðum á skátatíðnunum og eru þær gefnar upp í meðfylgjandi skjali http://www.arrl.org/files/file/2010%20Jota%20info.pdf. 73s TF15MOOT  

, ,

Opnunarræða Don Beattie, G3BJ í Friedrichshafen 2017.

Opnunarræða Don Beattie, G3BJ formanns IARU svæðis 1, í Friedrichshafen. Don, G3BJ beinir orðum sínum að þér, radíóáhugamaður: Það eru forréttindi fyrir mig að þema HamRadio 2017 er IARU, alþjóðasamband radíóamatöra. DARC, samband þýskra radíóamatöra hefur valið IARU sem þema, eflaust að hluta til vegna þess að þriggja ára ráðstefna IARU svæðis 1 verður haldin […]

,

Reglur fyrir TF-útileika 2017

Tillaga að nýjum eða breyttum reglum fyir TF-útileika voru kynntar 3. júlí. Ábendingar bárust frá þremur radíóamatörum og var að miklu leyti farið að þeim óskum sem bárust. Reglur fyrir TF-útileika 2017 samþykktar á stjórnarfundi 11. júlí. TF-útileikar eru haldnir um verslunarmannahelgi. Markmið er m.a. að auka færni amatöra í fjarskiptum innanlands og þekkingu á […]

,

Útileikar um verslunarmannahelgina

TF útileikarnir eru haldnir um verslunarmannahelgina ár hvert á vegum ÍRA Þeir voru fyrst haldnir árið 1979. Tilgangur útileikanna er að örva áhuga og hæfni íslenskra radíóamatöra, einkum hvað varðar notkun færanlegra stöðva og eflingu fjarskipta frá þeim innanlands. Jafnframt, er hugmyndin að leikarnir geti verið mönnum til nokkurrar ánægju við sameiningu útivistar og amatörradíós. […]

,

6. júlí í Skeljanesi

TF3EK fór yfir sína tillögu að nýjum reglum fyrir Útileikana og ekki var að heyra annað en að allir viðstaddir um 20 radíóamatörar væru sáttir við tillöguna. Einar sendi sína tillögu til allra sem eru á póstlista ÍRA og eru radíóamatöra hvattir til að kynna sér tillögurnar sem svipar mikið til reglna um VHF leikana […]

,

Annað kvöld 6. júlí verður opið frá 20 – 22 í Skeljanesi

Annað kvöld ætla þeir TF3WZ og TF3EK að ræða um amatöráhugamálið í Skeljanesi. Ölvir, TF3WZ ætlar að byrja og segja frá því hvernig hann kynntist áhugamálinu og hvernig hann hefur stundað það. Síðan ætlar Einar, TF3EK að segja frá Útileikum radíóamatöra sem haldnir eru um verslunarmannahelgina. Einar ætlar að kynna tillögu að breyttum reglum fyrir […]

,

Fimmtudagskvöld allra radíóáhugamanna í Skeljanesi 6. júlí

Öllum radíóáhugamönnum er boðið að koma á fimmtudagskvöld 6. júlí í Skeljanes klukkan 20. Nýir leyfishafar undanfarinna ára eru sérstaklega hvattir til að koma og hlusta á nokkra reynda radíóamatöra segja frá sínum radíóævintýrum. VHF leikarnir tókust vel um helgina eins og lesa má á fésbókarsíðum, við erum öll þakklát fyrir að hafa innan okkar […]