, ,

TF-Útileikar 2017

Fámennt en góðmennt var í Skeljanesi í gærkvöldi þar sem TF3EK fór yfir framkvæmd komandi Útileika og sýndi á grasflötinni við Skeljanes hve auðvelt er að setja upp loftnet í fljótheitum og fara í loftið á 80 og 20 metrum. Allt sem þarf er stöð með aflgjafa, 2o metra langur vír, rápstöng eða eitthvað til að binda endann á loftnetinu í og lyfta því yfir jörð og bíll eða radíóamatör sem mótvægi.

TF3EK og TF3DT skeggræða um upphitun alheims og loftnet.

Þegar líða tók á kvöldið kom einn nýorðinn radíóamatör, TF3PW Jón Björnsson, í heimsókn og sagðist stefna að koma í loftið um hegina frá Skorradal.

Inni í húsi sátu TF3MH og TF3JA og ræddu um félagsheimilið og framtíð þess.

Radíómatörar eru hvattir til að taka þátt í Útileikunum um helgina þrátt fyrir að verulegar líkur séu á slæmum HF skilyrðum. Þessa stundina er k stuðullinn 4.

Sérheimild til að nota 60 metra bandið óbreytt var í maí á þessu ári framlengd til 31. desember 2017 meðan verið er að skoða framhaldið.
 
Bréf frá Pfs 12. maí á þessu ári:
Með bréfi 2014120011 dags 2.12.2014 heimilaði PFS radíóáhugamönnum tímabundna notkun tíðnisviðsins 5260-5410 kHz út árið 2016. Heimildin var síðan framlengd til 1.5.2017.
25 radíóáhugamenn hafa sótt um slíka heimild og fengið ..
Ofangreind heimild framlengist hér með til 31.12.2017 á meðan framhaldið er skoðað.
Með kveðju
PÓST- OG FJARSKIPTASTOFNUN
Hörður R. Harðarson
f.h. stjórnar ÍRA,
góða helgi
73 de TF3JA
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 − 7 =