,

Útileikar um verslunarmannahelgina

TF útileikarnir eru haldnir um verslunarmannahelgina ár hvert á vegum ÍRA Þeir voru fyrst haldnir árið 1979. Tilgangur útileikanna er að örva áhuga og hæfni íslenskra radíóamatöra, einkum hvað varðar notkun færanlegra stöðva og eflingu fjarskipta frá þeim innanlands. Jafnframt, er hugmyndin að leikarnir geti verið mönnum til nokkurrar ánægju við sameiningu útivistar og amatörradíós.
Aðalþátttökutímabil
laugardag kl 1700-1900
sunnudag kl 0900-1200
sunnudag kl 2100-2400
mánudag kl 0800-1000
Þó má hafa samband hvenær sem er um verslunarmannahelgina, enda fari heildar þátttökutími hverrar stöðvar ekki yfir 9 klst. miðað við höfð QSO.
Samband við sömu stöð á sama bandi telst gilt svo fremi að a.m.k. 8 klst. séu liðnar frá fyrra sambandi. Þrjú sambönd er hámarks fjöldi sambanda við sömu stöð á sama bandi, samanber þó að 40/30/20/17/15/12/10 metrar reiknast sem eitt band.

TF3EK lagði fram tillögu að breyttum reglum fyrir Útileikana og eru allir radíóáhugamenn hvattir til að skoða gildandi reglur og tillögu Einars. Stjórn ÍRA hefur ekki ennþá tekið ákvörðun um breytingar en allar breytingar ef einhverjar verða tilkynntar hér á heimasíðu félagsins og sendar á irapóstinn.

VHF útileikar voru haldnir fyrstu helgina í júlí og tókust mjög vel, margt má af þeim atburði læra.

fh stjórnar ÍRA 73 de TF3JA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × 5 =