,

7. Stjórnarfundur ÍRA 2017

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 11. Júlí 2017.

Fundur hófst kl. 18:00 og var slitið kl. 20:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3EK, TF3WZ og TF8KY.

Fundarritari: TF3WZ

Dagskrá

1. Fundargerð síðasta stjórnafundar

Fundargerð síðasta stjórnarfundar fundar bókuð en byggð á minnispunktum varaformanns.

2. Uppgjör VHF leika

TF8KY leggur til að setja inn frétt með tímaramma á skilun á loggum. Því næst verður lokað á innsendingar og úrslit birt á vef ÍRA.

3. Sérskrifaðar vef- eða forritunarlausnir

TF3EK vill skrifa forrit varðandi félagatal. TF8KY vill þróa VHF leika tól frekar sem og mögulega tól fyrir útileika. TF3WZ benti á að æskilegt væri að veflausnir kæmu fram á vefsíðu ÍRA og þá í iFrame. TF3WZ leggur til að útvega sýndarvél hjá Sensa sem hægt er að þróa hugbúnaða á. Mögulega myndi einhver kostnaður fylgja þessu og verður það skoðaða sérstaklega komi til þess.

4. QTH félagsins

Rætt var og voru allir sammála um að skoða að komast úr núverandi húsnæði. Hefur Reykjavíkurborg bent á Gufunes sem mögulegan stað fyrir félagið. TF3JA er og mun vera í samskiptum við borgina um þessi mál. Verður þetta mál tekið aftur upp á næsta fundi.

5. Sumarstarfið

Félagið mun styrkja för TF3JA á Seyðisfjörð á Techmus-námskeið.  Heildar kostnaður allt að 35 þúsund.

Félagið býður búnað til láns til þeirra sem þess óska fyrir Vitahelgi. TF8KY mun setja fram auglýsingu fyrir vitahelgi, mun t.d. koma á framfæri hafi einhver áhuga á að standa fyrir einhverju starfi fyrir hönd félagsins mun félagið styðja við það.

6. Útileikar

Útileikar verða um Verslunarmannahelgina og mun félagið styðja diggilega við þá. TF8KY mun reyna að koma upp svipuðu forriti og notað var í VHF leikunum. TF3EK leggur til að þó forrit sé í boði verði einnig hægt að skila loggum á hefðbundnari hátt. TF3WZ leggur til að forrit TF8KY verði notað sem miðlægur loggagrunnur.

7. Reglur fyrir útileika

TF3EK leggur til breytingar á reglum útileika. Helstu breytingar er einföldun og stytting á núverandi reglum. Grunnur reglna er sá sami. Stjórn samþykkti einróma breytingartillöguna.

8. Breyting á reglugerð kallmerkja

TF3JA upplýsti stjórn um stöðu beiðni um breytingu á reglugerð varðandi kallmerki. Niðurstaða PFS er að kallmerkjabreyting á reglugerð verður lögð fyrir ráðuneyti til úrvinnslu.

9. Næsti stjórnarfundur

Stefnt að því að hafa næsta stjórnarfund í vikunni eftir Verslunarmannahelgi.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 + 19 =