Entries by Jón Þóroddur Jónsson

,

SYLRA fundur í september 2017

Velkomin á SYLRA-fund í Kungsbacka, Svíþjóð dagana 8. til 17. september 2017. Við heimsækjum  Onsala Space Observatory OSO og fáum að vita hvað örbylgjur utan úr geimi geta sagt okkur. Á öðrum degi heimsækjum við langbylgju sendistöðina Grimeton sem byggð var á þriðja áratug síðustu aldar og er ennþá í góðu lagi sjá: www.grimeton.org. Og áfram höldum við og […]

,

Leyfi fyrir 5260-5410 kHz framlengt til áramóta

Með bréfi 2014120011 dags 2.12.2014 heimilaði PFS radíóáhugamönnum tímabundna notkun tíðnisviðsins 5260-5410 kHz út árið 2016. Heimildin var síðan framlengd til 1.5.2017.  25 radíóáhugamenn hafa sótt um slíka heimild og fengið. Heimildin hefur nú verið framlengd til 31.12.2017 á meðan framhaldið er skoðað.  

,

SOTA og fleira á fimmtudagskvöld í Skeljanesi

Skeljanes opnar klukkan 20 með ilmandi kaffi og meðlæti núna á fimmtudagskvöldi  11. maí, að kveldi lokadags vertíðar. “á árum áður þá var oft mikill slagur dagana fyrir Lokadaginn og var oft barist fram á síðasta dag um að verða aflahæstur.  þá var iðulega miðað við netin enda voru þá netaveiðarnar mun meiri enn eru […]

,

TF8FH er látin

Í dag fylgjum við góðri vinkonu og radíóamatör til grafar. Blessuð sé minning Fríðu. Við vottum Haraldi Þórðarsyni, TF8HP, eftirlifandi eiginmanni Fríðu og fjölskyldu okkar samúð. Málfríður Haraldsdóttir TF8FH tók amatörpróf 1977 og fékk kallmerkið TF3FHT. T-leyfispróf var haldið í fyrsta skipti 9. júní 1977. En þetta próf er í samræmi við nýju reglugerðina frá […]

,

Radíóáhugamannapróf

Radíóáhugamannapróf verður haldið á morgun 29. apríl kl. 10 í Háskólanum í Reykjavík. Prófið er í tveimur hlutum, tæknipróf og próf í reglugerð og viðskiptum. Ennþá er opið fyrir skráningu í prófið og eru sérstaklega amatörar með N-leyfi hvattir til að koma og reyna við G-leyfið. Áhugasamir tilkynni sig á ira@ira.is, þátttakendur á nýloknu námskeiði […]

,

Opið hús í Skeljanesi í kvöld 20 – 22

sælir félagar, opið verður í Skeljanesi í kvöld frá klukkan átta að venju. Kaffi á könnunni og meðlætið er kex, engar kleinur í kvöld. Núna á laugardag verður haldið próf fyrir verðandi radíóamatöra og ekki ólíklegt að einhver nemandi komi í heimsókn í kvöld og hafi margs að spyrja. Við tökum vel á móti honum […]