Erindi frá Elínu Sigurðardóttur, TF2EQ, Ungmennafulltrúa ÍRA:

Kæru félagsmenn:

Um páskahelgina, 10.-13. apríl, verður NOTA (Nordics On The Air) viðburðurinn í loftinu. Kallmerki landsfélagana á Norðurlöndum (með YOTA viðskeyti) verða virkjuð hvern páskadag. Það verður auglýst á samfélagsmiðlum (sjá vefslóðir neðar) hvenær hver stöð fer í loftið. Endilega reynið að ná sambandi við okkur eða láta heyra í ykkur í loftinu, ég stóla á ykkur!

Vala Dröfn, TF3VD og Oddný ætla að virkja TF3YOTA heiman að frá sér í Garðabæ, a.m.k. á annan í páskum (13. apríl). Frekari upplýsingar um þeirra virkni verður einnig auglýst á samfélagsmiðlum. Undirrituð, PA/TF2EQ verður QRV frá Hollandi á mánudag.

73, Elín TF2EQ.

www.ham-yota.com/nota-activation

http://www.facebook.com/hamyota/

Ágæt skilyrði hafa verið á 80 metrum um helgina á innanlandstíðninni 3637 kHz. Þar eru menn aðallega virkir á tali (SSB) um helgar, á bilinu frá klukkan 9 árdegis fram að hádegi. Þessar stöðvar voru virkar í morgun, sunnudaginn 5. apríl:

TF4AH (Patreksfirði); TF7DHP (Akureyri); TF2LL (Borgarfirði); TF8PB (Vogum); TF1EIN (Hveragerði); TF3OM (Geysi í Haukadal); TF1JI (undir Eyjafjöllum); TF3VE (Hafnarfirði) og TF1A og TF3Y (Reykjavík).

Í gær, laugardag 4. apríl, voru að auki þessi kallmerki QRV á 3637 kHz: TF3GS (Úlfljótsvatni) og TF8SM (Garði).

Tilkynning til félagsmanna frá Hrafnkeli Sigurðssyni, TF8KY, umsjónarmanni páskaleikana:

Þá er stóra stundin að renna upp. Páskaleikar 2020 renna upp um næstu helgi.  Vika til stefnu!!!

Leikurinn byrjar á laugardag 11. apríl kl. 00:00 (eftir miðnætti föstudagskvöld) og endar sunndag (Páskadag) 12. apríl kl. 23:59.

Að venju verður “online” loggur og rauntíma stigaskráning sem uppfærist um leið og hvert samband er skráð og staðfest.  Hlekkurinn á síðuna verður kynntur síðar.

Notum HF / VHF / UHF og hvetjum til notkunar hærri tíðna í tilraunaskyni.

Leikurinn er alltaf í þróun og vegna fjölda áskoranna er verið að endurskoða stigareikninginn. Það er helst fólgið í að verðlauna langdræg sambönd betur en síðast en halda þó margfaldarakerfinu sem fyrir var.

Fyrirspurnir má senda á tölvupóstfangið “hrafnk hjá gmail.com”

73 de TF8KY.

Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, umsjónarmaður Páskaleikana. Myndin var tekin á aðalfundi ÍRA 15. febrúar s.l. Ljósmynd: TF3JON.
Mynd af viðurkenningum félagsins fyrir bestan árangur í Páskaleikunum í fyrra (2019). Ljósmynd: TF3JB.

Keppnisnefnd CQ hefur birt bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) í SSB-hluta CQ World Wide WPX keppninnar 2020, sem fram fór helgina 28.-29. mars s.l.

5 TF-stöðvar sendu inn gögn í 4 keppnisflokkum.

TF1AM – Öll bönd, einmenningsflokkur, háafl.
TF8KY – Öll bönd, einmenningsflokkur, lágafl.
TF3AO – 20 metrar, einmenningsflokkur, aðstoð, háafl.
TF2LL – 80 metrar, einmenningsflokkur, háafl.
Viðmiðunardagbók (e. check-log): TF3SG.

https://www.cqwpx.com/logs_received_ssb.htm

Japanskir radíóamatörar hafa í dag heimildir á tíðnisviðunum 1810-1825 kHz á morsi og 1907.5-1912.5 á morsi og stafrænum tegundum útgeislunar. Þeir fá nú uppfærða tíðniúthlutun á 160 metrum, þ.e. á 1800-1810 kHz og 1825-1875 kHz, auk þess sem talheimild (SSB) bætist við.

Fram að þessu hafa sambönd við Japan á FT8 samskiptahætti á 160 metrum farið fram á skiptri tíðni (e. split frequency). Þessi breyting mun hafa verulega einföldum í för með sér á þessu erfiða bandi. Nýjar heimildir þeirra taka gildi á næstunni.

Frá 4. desember 2018 á QRG 1840 kHz. Á skjánum á tölvunni má m.a. sjá japönsk kallmerki á FT8 samskiptahætti. Ljósmynd: TF3JB.

Niðurstöður í CQ WW DX SSB keppninni 26.-27. október 2019 hafa verið birtar í marshefti CQ tímaritsins.

Níu TF kallmerki skiluðu inn gögnum, þar af fimm keppnisdagbókum og skiptust íslensku stöðvarnar á fjóra keppnisflokka. Árangur: EU=yfir Evrópu, AF=yfir Afríku og  H=yfir heiminn.

TF2LL – einmenningsflokkur, 20m, háafl: 14.819st; EU-46; H-80.
TF3T – einmenningsflokkur, 80m, háafl: 37.157st; EU-6; H-10.
TF2MSN – einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl: 31.239st; EU-337; H-519.
TF8KY – einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl: 13.575st;  EU-536; H-844.
TF3DT- einmenningsflokkur, öll bönd, aðstoð, háafl: 63.048st; EU-290; H-693.

Samanburðardagbækur (e. check-log): TF3DC, TF3SG, TF3VS og TF3Y.

Tveir íslenskir leyfishafar, Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Elín Sigurðardóttir, TF2EQ tóku þátt í keppninni undir kallmerkjum erlendis:

ED8W – fleirmenningsflokkur, 2 sendar (TF3CW og fleiri); 10.937.124st; AF=1; H=1.
PI4D – fleirmenningsflokkur, fl. sendar (TF2EQ og fleiri); 1.187.956st; EU=8; H=33.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

“Nordics on the air, NOTA” ungmennabúðir radíóamatöra sem halda átti í Noregi 10.-13. apríl n.k. hefur verið aflýst vegna útbreiðslu kórónaveiru sem veldur CONVID-19 sjúkdómi.

Að sögn Elínar Sigurðardóttur, TF2EQ, ungmennafulltrúa ÍRA, er hugsanlegt að viðburðurinn verði haldinn í haust eða frestist jafnvel um eitt ár. Hún segir, að framkvæmdanefnd NOTA mun taka ákvörðun um framhaldið þegar faraldinum linnir.

Sambærilegum viðburðum í Serbíu, Ungverjalandi, Króatíu, Spáni og í Thailandi hefur ennfremur verið aflýst/frestað af sömu ástæðum.

Til stóð að tveir félagsmenn ÍRA myndu sækja viðburðinn, þær Elín Sigurðardóttir, TF2EQ og Oddný Þóra Konráðsdóttir.

Í kvöld, 26. mars, kl. 20, var kallað CQ TF á 3637 kHz. Þessir mættu: TF3JB, TF3OM, TF3VS og TF8SM. Þótt ekki hafi mætt fleiri á tíðnina, þá voru t.d. KiwiSDR viðtækin virk og sagðist TF3GZ hafa heyrt vel í öllum í gegnum þau upp í Borgarfjörð. Einnig var kallað CQ TF á endurvarpanum á 145.650 MHz. Þessir mættu: TF3GZ, TF3JB og TF8YY.

Hugmyndin er að hittast á 80 metrum (og VHF/UHF) á fimmtudagskvöldum kl. 20, a.m.k. þar til hægt verður að opna félagsaðstöðuna í Skeljanesi á ný.

Í kvöld var í gangi RSGB keppni á SSB á 80 metrunum, auk þess sem DX skilyrði voru góð, þannig að það var mikið QRM…en það hjálpaði að færa fjarskiptin 1 kHz niður frá 3637 kHz. Hugmyndin er annars, að vera einnig QRV á 80 metrum á laugardags- og sunnudagsmorgnum frá kl. 11.

Stjórn félagsins ákvað síðdegis í dag, 23. mars, að félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verði lokuð, frá og með deginum í dag, um óákveðinn tíma. Engin starfsemi verður því í húsnæðinu á okkar vegum, þar til annað verður ákveðið.

Ástæðan er ákvörðun heilbrigðisráðherra, sem er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar en áður, vegna hraðari útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu. Ákvörðun ráðherra tekur gildi á miðnætti í kvöld, mánudaginn 23. mars. Nánar er vísað í upplýsingar í fjölmiðlum.

Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.

Sett er fram sú hugmynd, á meðan þetta ástand varir, að félagar hittist í loftinu á fimmtudagskvöldum kl. 20:00 á 3637 kHz og um helgar kl. 11:00 fyrir hádegi. Fyrir þá sem ekki hafa loftnet á 80 metrum, er lagt til að hittast á hefðbundnum tíðnum á 2m og 70cm.

Stjórn ÍRA.

Ágætu félagsmenn!

Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 2. tbl. CQ TF sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni.

Margir hafa lagt hönd á plóg og mörgum ber að þakka, en sér í lagi TF3VS sem annaðist umbrotsvinnu. CQ TF er að þessu sinni 44 blaðsíður að stærð.

73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF.

Hér fyrir neðan má finna hlekk á blaðið:

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2020/03/cqtf_34arg_2020_02tbl.pdf

CQ World-Wide WPX keppnin, SSB-hluti, fer fram eftir viku. Þetta er tveggja sólahringa keppni sem hefst kl. 00:00 laugardag 28. mars og lýkur kl. 23:59 sunnudag 29. mars. Hún fer fram á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.

Markmiðið er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörg mismunandi forskeyti og frekast er unnt (VK1, VK2 o.s.frv.). Munur er gerður á stigagjöf eftir böndum, þ.e. QSO á milli meginlanda (e. continents) á 28, 21 og 14 MHz gefa 3 stig en 6 stig á 7, 3.5 og 1.8 MHz. Hvert forskeyti telst til margfaldara einu sinni (burtséð frá böndum).

CQ WPX keppnirnar eru með vinsælli alþjóðlegum keppnum og frábært tækifæri til að bæta í DXCC og WPX söfnin!

Vefslóð á keppnisreglur: https://www.cqwpx.com/rules.htm

Af óviðráðanlegum ástæðum verður félagsaðstaðan í Skeljanesi lokuð í kvöld, fimmtudaginn 19. mars.

Stefnt er á að opnað verði á ný fimmtudaginn 26. mars n.k.

Stjórn ÍRA.