ÁKVEÐIÐ AÐ LOKA Í SKELJANESI
Stjórn félagsins ákvað síðdegis í dag, 23. mars, að félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verði lokuð, frá og með deginum í dag, um óákveðinn tíma. Engin starfsemi verður því í húsnæðinu á okkar vegum, þar til annað verður ákveðið.
Ástæðan er ákvörðun heilbrigðisráðherra, sem er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar en áður, vegna hraðari útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu. Ákvörðun ráðherra tekur gildi á miðnætti í kvöld, mánudaginn 23. mars. Nánar er vísað í upplýsingar í fjölmiðlum.
Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.
Sett er fram sú hugmynd, á meðan þetta ástand varir, að félagar hittist í loftinu á fimmtudagskvöldum kl. 20:00 á 3637 kHz og um helgar kl. 11:00 fyrir hádegi. Fyrir þá sem ekki hafa loftnet á 80 metrum, er lagt til að hittast á hefðbundnum tíðnum á 2m og 70cm.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!