ÁGÆT SKILYRÐI INNANLANDS
Ágæt skilyrði hafa verið á 80 metrum um helgina á innanlandstíðninni 3637 kHz. Þar eru menn aðallega virkir á tali (SSB) um helgar, á bilinu frá klukkan 9 árdegis fram að hádegi. Þessar stöðvar voru virkar í morgun, sunnudaginn 5. apríl:
TF4AH (Patreksfirði); TF7DHP (Akureyri); TF2LL (Borgarfirði); TF8PB (Vogum); TF1EIN (Hveragerði); TF3OM (Geysi í Haukadal); TF1JI (undir Eyjafjöllum); TF3VE (Hafnarfirði) og TF1A og TF3Y (Reykjavík).
Í gær, laugardag 4. apríl, voru að auki þessi kallmerki QRV á 3637 kHz: TF3GS (Úlfljótsvatni) og TF8SM (Garði).
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!