,

160 METRA BANDIÐ Í JAPAN

Japanskir radíóamatörar hafa í dag heimildir á tíðnisviðunum 1810-1825 kHz á morsi og 1907.5-1912.5 á morsi og stafrænum tegundum útgeislunar. Þeir fá nú uppfærða tíðniúthlutun á 160 metrum, þ.e. á 1800-1810 kHz og 1825-1875 kHz, auk þess sem talheimild (SSB) bætist við.

Fram að þessu hafa sambönd við Japan á FT8 samskiptahætti á 160 metrum farið fram á skiptri tíðni (e. split frequency). Þessi breyting mun hafa verulega einföldum í för með sér á þessu erfiða bandi. Nýjar heimildir þeirra taka gildi á næstunni.

Frá 4. desember 2018 á QRG 1840 kHz. Á skjánum á tölvunni má m.a. sjá japönsk kallmerki á FT8 samskiptahætti. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 − seven =