,

NOTA 2020 AFLÝST

“Nordics on the air, NOTA” ungmennabúðir radíóamatöra sem halda átti í Noregi 10.-13. apríl n.k. hefur verið aflýst vegna útbreiðslu kórónaveiru sem veldur CONVID-19 sjúkdómi.

Að sögn Elínar Sigurðardóttur, TF2EQ, ungmennafulltrúa ÍRA, er hugsanlegt að viðburðurinn verði haldinn í haust eða frestist jafnvel um eitt ár. Hún segir, að framkvæmdanefnd NOTA mun taka ákvörðun um framhaldið þegar faraldinum linnir.

Sambærilegum viðburðum í Serbíu, Ungverjalandi, Króatíu, Spáni og í Thailandi hefur ennfremur verið aflýst/frestað af sömu ástæðum.

Til stóð að tveir félagsmenn ÍRA myndu sækja viðburðinn, þær Elín Sigurðardóttir, TF2EQ og Oddný Þóra Konráðsdóttir.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 + four =