Flóamarkaður ÍRA verður haldinn í Skeljanesi á morgun, sunnudag 9. október frá kl. 13-16.

Annars vegar verða tæki/búnaður í boði sem stillt er upp í salnum. Hins vegar verða tæki/búnaður (þeirra sem þess óska) boðinn upp á staðnum með fjaraðgangi yfir netið [sem opnar kl. 14].

Húsið opnar kl. 12:00 fyrir félaga sem óska að selja/gefa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp. Uppboð hefst stundvíslega kl. 14:00.

Félagsmenn geta skráð fyrirfram verðmeiri hluti á uppboðið með því að senda upplýsingar á ira@ira.is og verður skráning opin til kl. 13 (á sunnudag).

Neðar á síðunni má sjá lista yfir tæki og búnað í eigu félagsins sem verða boðin á flóamarkaðnum.

——–

Æskilegt er að þeir sem hafa hug á að taka þátt fjarstaddir – forskrái sig á uppboðið með tölvupósti til ira@ira.is  Áður en uppboð hefst verður þeim sendur tölvupóstur með vefslóð á viðburðinn. Notað verður forritið „Google Meet“.

Aðalglugga Meet forritsins verður streymi frá vefmyndavél sem beinist að uppboðshaldara og því sem verið er að bjóða upp. Hljóð fylgir. Ekki verður opið fyrir aðra streymisglugga meðan á uppboði stendur.

Bjóðendur skulu opna skilboðadálk í Meet forritinu og skrifa þar boð sín. Ekki er hægt að taka við boðum fjarstaddra um hljóð/mynd, einungis með skriflegum boðum.

Þegar einhver fjarstaddra skrifar boð kallar tæknistjóri boðið til uppboðshaldara sem tekur við því eins og hverju öðru boði úr sal.

——–

Verið velkomin í Skeljanes – á staðinn og yfir netið!

Stjórn ÍRA.

——–

Eftirfarandi tæki og búnaður sem er í eigu félagsins verður boðið til sölu á flóamarkaði ÍRA á morgun, sunnudag 9. október:

1. Sambyggðar sendi-/móttökustöðvar.
Alinco DX-70  100W SSB/CW stöð f. 160-10m + 50 MHz m/WARC.
Kenwood TS-830S  100W SSB/CW stöð f. 160-10m. m/WARC (TX = 6BY7A og 6146 x2).
Kenwood TR-7625  144-146 MHz 5/25W FM sendistöð með RM-76 f. 6 minnisrásir og leitara.
Yaesu FT-101ZD  100W SSB/CW stöð f. 160-10m. m/WARC (TX = 6BY7A og 6146 x2).
Yaesu FT-1000MP 100W SSB/CW stöð f. 160-10m. 2 viðtæki. Innbyggður aflgjafi 230VAC.

2. Aukahlutir fyrir stöðvar.
Icom HM-103 handhljóðnemi fyrir Icom stöðvar.
Lafayette Model 99-26411 SWR/PWR mælir (stór); 50Ω / 75Ω 1.8-150 MHz; 200W.
MFJ Versa Tuner Model  MFJ-901B; 200W f. 1.8-30 MHz.
M.P. Pedersen handmorslykill.
Radio Shack Model 21-534 SWR/PWR mælir; 3-30 MHz, 20-200-2kW.
Yaesu FV-101Z External VFO.
Yaesu FC-902 Antenna Tuner 160-10m. WARC. Innbyggður 3x loftnetaskiptari, mælar.
Yaesu YD-148 borðhljóðnemi; bæði fyrir 600 ohm eða 50 kohm.
Yaesu SP-8 borðhátalari, m.a. í stíl við Yaesu FT-1000MP (Innbyggðar síur og fl.).

3. RF magnarar.
Dentron Radio Co.  GLA-1000 RF magnari f. 80-10m. 1kW CW; 1,2 kW SSB (6LQ6 x4).
Philco Corp. A915A/TRC. Signal Corps order no. 32148-Pw-51; 100W max. 300 MHz.
Tokyo HY-Power HL-45B RF magnari f. 160-10m + 50 MHz. 1-5Winn; 45Wút; 13.8V 8,5A.
ZG Model B-150; 1-10W inn  200W út.

4. Viðtæki.
Bearcat BC-210 viðtæki (FM Scanner). Tíðnisvið: 32-50 / 146-174 og 416-512 MHz.
Hallicrafters S-86 f. 0.538-1.6 MHz, 1.55-4.6 MHz, 4.5-13 og 12-34 MHz. (1954-1957; 8 lampar).
JRC NRD-72 viðtæki f. 100 kHz – 30 MHz; CW/SSB/DSB.
Kenwood R-300 f. 170 kHz til 30 MHz; AM/SSB/CW.
Realistic DX-160 f. 150 kHz til 30 MHz; AM/SSB/CW.
Radionette Kurér ferðaviðtæki (1961-1963; „Broadcast, LW, SW plus FM“.

5. Mælitæki.
PI – Potomatic Instruments, Inc., gerð AA-51A; Audio Analyzer.
PI – Potomatic Instruments, Inc., gerð AG-51; Audio Generator.
Lafayette Model 99-33094; Antenna Impedance Meter.
Stanford Electronics, Inc., gerð AN/PRM-10; Test Oscillator (grid-dipper).

6. Tölvubúnaður.
2 stk. Linksys Cisco SR2024 24-port 10/100/1000 Gigabit Switch.

7. Loftnet og turnar.
Fritzel 3 el. Yagi loftnet 20-15-10-40m.
HyEndFed Antennas loftnet f. 30-40m. Endafætt; 16.2m. 200W PEP.
HyEndFed Antennas loftnet f. 80-40-20-10m. Endafætt; 15.5m. 200W PEP.
SteppIR 3 el. 3E Yagi loftnet 20-17-15-12-10m. SteppIR stjórnkassi fylgir.
SteppIR BigIR vertical 40-6m. SteppIR stjórnkassi fylgir.
Turn – þrístrendur álturn, 9m. hár.
Turn – þrástrendur álturn, 11m. hár.

Mynd úr fundarsal eftir að hann hafði verið undirbúinn. Uppboðshaldari hefur aðstöðu við fundarpúltið og tæknistjóri til hliðar, honum á hægri hönd. Uppi á skápnum má sjá smádót sem verður ti sölu frá félaginu.
Mynd úr salnum. Auðu borðin til vinstri eru fyrir dót félagsmanna sem þeir færa á staðinn. Sjá má hluta af dóti frá ÍRA hefur verið komið fyrir á öðrum borðum. Ljósmyndir: TF3JB.

Fyrsta opnunarkvöld félagsins samkvæmt nýrri vetraráætlun var 6. október. Dagskrá var sett kl. 20:30 og fluttu þeir Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður VHF/UHF leikanna og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður TF útileikanna stutt erindi um viðburðina. Að því loknu voru afhent verðlaun og viðurkenningar.

Sérstakir gestir félagsins voru þeir Charles Patterson Byers, VE3EUR frá Ottawa í Kanada og Ómar Magnússon TF3WZ/OZ1OM frá Odense í Danmörku.

Vel heppnað og skemmtilegt fimmtudagskvöld í Skeljanesi. Þakkir til þeirra Hrafnkels og Einars fyrir afbragðsgóð erindi og hamingjuóskir til félagsmanna sem voru að taka á móti verðlaunum og viðurkenningum fyrir þessa tvo fjarskiptaviðburði ársins.

Alls voru 30 manns í húsi í Skeljanesi þetta ágæta haustkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Hrafnkell Sigurðsson TF8KY umsjónarmaður VHF/UHF leikanna flutti stutt erindi um helstu niðurstöður.
Einar Kjartansson TF3EK umsjónarmaður TF útileikanna flutti stutt erindi um helstu niðurstöður.
Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY hlaut verðlaunagripi ÍRA fyrir 1. sætið í TF útileikunum og 2. sætið í VHF/UHF leikunum, auk viðurkenningaskjala fyrir 1. sætið í TF útileikunum og 2. sætið í QSO fjölda í VHF/UHF leikunum. Á myndinni tekur hann á móti viðurkenningarskjali í UHF/UHF leikunum úr hendi Jóns Björnssonar TF3PW, gjaldkera ÍRA.
Andrés Þórarinsson, TF1AM hlaut verðlaunagrip ÍRA fyrir 1. sætið í VHF/UHF leikunum og viðurkenningarskjal fyrir 4. sætið í TF útileikunum. Á myndinni tekur hann á móti verðlaunagrip úr hendi Hrafnkels Sigurðssonar TF8KY umsjónarmanni VHF/UHF leikanna.
Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN hlaut verðlaunagrip ÍRA fyrir 3. sætið í VHF/UHF leikunum og viðurkenningarskjöl fyrir 1. sætið í QSO fjölda í VHF/UHF leikunum og fyrir fyrir 5. sætið í TF útileikunum. Á myndinni tekur hann á móti viðurkenningarskjali úr hendi Hrafnkels Sigurðssonar TF8KY.
Eiður Kristinn Magnússon, TF1EM hlaut viðurkenningarskjöl ÍRA fyrir 3. sætið í QSO fjölda í VHF/UHF leikunum og fyrir 3. sætið í TF útileikunum. Á myndinni tekur hann á móti viðurkenningarskjali úr hendi Einars Kjartanssonar TF3EK.
Einar Kjartansson TF3EK hlaut viðurkenningarskjal ÍRA fyrir 2. sætið í TF útileikunum. Mynd af Einari ásamt TF1EM og TF8KY.
Sérstakir gestir félagsins þetta ágæta fimmtudagskvöld í Skeljanesi voru þeir Charles Patterson Byers, VE3EUR frá Ottawa í Kanada og Ómar Magnússon TF3WZ/OZ1OM frá Odense í Danmörku. Á myndinni eru þeir ásamt Mathíasi Hagvaag TF3MH QSL stjóra ÍRA. Þeir félagar voru alveg sammála um að það væri ekki til betra áhugamál en amatör radíó. Ljósmyndir: TF3JB.

Ný vetrardagskrá ÍRA hefst fimmtudaginn 6. október í Skeljanesi, kl. 20:30 stundvíslega. Dagskrá kvöldsins er samkvæmt eftirfarandi:

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður mun afhenda verðlaun og viðurkenningar vegna VHF/UHF leikanna 2022 og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður mun afhenda verðlaun og viðurkenningar vegna TF útileikanna 2022. Kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

Verðlaunagripir og viðurkenningar vegna VHF/UHF leika ÍRA 2022.
Verðlaunagripur og viðurkenningar vegna TF útileikanna 2022. Ljósmyndir: TF3JB.

1. Flóamarkaðurinn verður haldinn í Skeljanesi sunnudaginn 9. október á milli kl. 13-16.

2. Markaðurinn er tvískiptur, þ.e. annars vegar fyrir tæki og búnað sem stillt verður upp til sölu (eða gefins) í félagsaðstöðunni og hins vegar það sem verður til sölu á uppboði.

3. Húsið verður opnað kl. 12:00 á sunnudag fyrir þá félaga sem óska að selja/gefa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp..

4. Uppboðið hefst stundvíslega kl. 14:00.

5. Félagsmenn geta skráð fyrirfram verðmeiri hluti á uppboðið með því að senda upplýsingar á ira@ira.is og hefur skráning verið opnuð. Skráð tæki og búnaður verða síðan til birtingar á þessum vettvangi á hádegi á laugardag, 8. október.

——————–

  • Skeljanes verður veftengt meðan á uppboði stendur.
  • Æskilegt er að þeir sem hyggist taka þátt fjarstaddir forskrái sig á uppboðið með tölvupósti til ira@ira.is  Áður en uppboðið hefst verður þeim sendur tölvupóstur með vefslóð á viðburðinn.
  • Notað verður forritið „Google Meet“.
  • Aðalgluggi Meet forritsins verður streymi frá vefmyndavél sem beinist að uppboðshaldara og því sem verið er að bjóða upp. Hljóð fylgir. Ekki verður opið fyrir aðra streymisglugga á meðan á uppboði stendur.
  • Bjóðendur skulu opna skilboðadálkinn í Meet forritinu og skrifa þar boð sín. Ekki er hægt að taka við boðum fjarstaddra um hljóð/mynd, einungis með skriflegum boðum.
  • Þegar einhver fjarstaddra skrifar boð kallar tæknistjórinn boðið til uppboðshaldara sem tekur við því eins og hverju öðru boði úr sal“.

Stjórn ÍRA.

Meðal sendi-/viðtækja á flóamarkaðnum verður Yaesu FT-1000MP – 160-10M SSB/CW/AM 100W stöð félagsins. Hún er með innbyggðum 230VAC aflgjafa og aukasíum (í báðum viðtækjum).

Flóamarkaður ÍRA 2022 verður haldinn í félagsaðstöðunni í Skeljanesi sunnudaginn 9. október á milli kl. 13-16. Markaðurinn er tvískiptur, þ.e. annars vegar fyrir tæki og búnað sem stillt verður upp til sölu (eða gefins) í félagsaðstöðunni og hins vegar það sem verður til sölu á uppboði.

Nýjung er, að uppboðinu verður streymt yfir netið þannig að félagar sem búa úti á landi eða eiga ekki heimangengt, geta tekið þátt með því að nota Google Meet forritið. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS mun hafa með höndum stjórn á uppboðinu sem hefst stundvíslega kl. 14:00.

Húsið verður opnað kl. 12:00 á sunnudag fyrir þá félaga sem óska að selja/gefa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp..

Félagsmenn geta skráð fyrirfram verðmeiri hluti á uppboðið með því að senda upplýsingar á ira@ira.is strax eftir birtingu þessarar tilkynningar. Skráð tæki og búnaður verða síðan til birtingar á þessum vettvangi á hádegi á laugardag, 8. október.

Fimmtudag 6. október verða birtar upplýsingar/leiðbeiningar um notkun Google Meet forritsins en Hinrik Vilhjálmsson, TF3VH mun annast tæknihliðina.

Stjórn ÍRA.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS hefur verið uppboðshaldari á flóamörkuðum ÍRA frá árinu 2010. Ljósmynd: TF3JON.

Oceania DX keppnin á morsi verður haldin um næstu helgi, 8.-9. október. Landsfélög radíóamatöra í Ástralíu (WIA) og á Nýja Sjálandi (NZART) standa saman að viðburðinum.

Þetta er 24 klst. keppni sem hefst kl. 06 laugardaginn 8. október og lýkur kl. 06 sunnudaginn 9. október. Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metra böndunum.

QSO punktar fyrir sambönd við stöðvar í Eyjaálfu (e. Oceania) eru: 160m=20; 80m=10, 40m=5, 20m=1, 15m= 1 og 10m=3. Sambönd við stöðvar utan álfunnar gefa ekki punkta. Margfaldarar reiknast fyrir fyrsta samband á hverju bandi við hvert forskeyti kallmerkja í Eyjaálfu. Önnur sambönd gefa ekki margfaldara.

Vefslóð á keppnisreglur: https://www.oceaniadxcontest.com/rules

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Ný vetrardagskrá ÍRA hefst fimmtudaginn 6. október í Skeljanesi, kl. 20:30 stundvíslega. Dagskrá kvöldsins er samkvæmt eftirfarandi:

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður mun afhenda verðlaun og viðurkenningar vegna VHF/UHF leikanna 2022 og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður mun afhenda verðlaun og viðurkenningar vegna TF útileikanna 2022. Kaffiveitingar.

Verðlaunahafar í VHF/UHF leikunum:
1. sæti Andrés Þórarinsson, TF1AM – 139.440 stig.
2. sæti Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY – 64.125 stig.
3. sæti Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN – 55.440 stig.

Viðurkenningahafar í VHF/UHF leikunum:
1. Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN – 171 QSO.
2. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY – 140 QSO.
3. Eiður Kristinn Magnússon, TF1EIM – 121 QSO.

Verðlaunahafi í TF útileikunum:
1. sæti Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY 1800 stig.

Viðurkenningahafar í TF útileikunum:
1. sæti Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY 1800 stig.
2. sæti Einar Kjartansson, TF3EK 1182 stig.
3. sæti Eiður Kristinn Magnússon, TF1EM 867 stig.
4. sæti Andrés Þórarinsson, TF1AM 774 stig.
5. sæti Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN 720 stig.

Þakkir til þátttakenda og hamingjuóskir til verðlauna- og viðurkenningahafa.

Stjórn ÍRA.

Verðlaunagripir og viðurkenningar vegna VHF/UHF leika ÍRA 2022.
Verðlaunagripur og viðurkenningar vegna TF útileikanna 2022. Ljósmyndir: TF3JB.

Ágætu félagsmenn!

Því fylgir ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar, CQ TF 4. tbl. 2022.

Það kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni í dag, sunnudaginn 2. október.

Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/10/CQTF-4-2022.pdf

Félagskveðjur og 73,

Stjórn ÍRA.

36. CQ WW RTTY DX keppnin fór fram 24.-25. september 2021.

Frestur til að skila dagbókum til keppnisstjórnar rann út á miðnætti 30. september. Dagbókum var skilað inn fyrir alls níu TF kallmerki vegna þátttöku í keppninni í fjórum keppnisflokkum.

TF1AM – einmenningsflokkur – háafl.
TF2CT – einmenningsflokkur – háafl.
TF2MSN – einmenningsflokkur – lágafl.
TF3AO – einmenningsflokkur, aðstoð – háafl.
TF3D – einmenningsflokkur – háafl.
TF3PPN – einmenningsflokkur – lágafl, aðstoð.
TF3VE – einmenningsflokkur – lágafl.
TF3VS – einmenningsflokkur – lágafl.
TF8KY – einmenningsflokkur – háafl.

Niðurstöður verða kynntar í marshefti CQ tímaritsins 2023.

Stjórn ÍRA.

Doreen T. Bogdan-Martin, KD2JTX var kjörin í embætti aðalritara Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU) á fundi sambandsins í Búkarest í Rúmeníu fyrr í dag, 28. september.

Þetta er í fyrsta skipti í 157 ára sögu ITU sem kona er valin til að gegna þessu æðsta embætti Alþjóðafjarskiptasambandsins. Hún tekur við embætti 1. janúar 2023.

Radíóamatörar fagna að leyfishafi mun nú gegna þessu mikilvæga embætti.

Stjórn ÍRA.

Vefslóð: https://www.itu.int/en/mediacentre/Pages/PR-2022-09-29-ITU-SG-elected-Doreen-Bogdan-Martin.aspx

.

.

.

Tim Ellam VE6SH forseti International Amateur Union (IARU), Doreen T. Bogdan-Martin KD2JTX viðtakandi aðalritari ITU og Jonathan V. Siverling WB3ERA fulltrúi ARRL Myndin var tekin í Búkarest í Rúmeníu 29. september. Ljósmynd: ITU.

77. Oceania DX keppnin á SSB verður haldin um næstu helgi, 1.-2. október. Landsfélög radíóamatöra í Ástralíu (WIA) og á Nýja Sjálandi (NZART) standa saman að viðburðinum.

Þetta er 24 klst. keppni sem hefst kl. 06 laugardaginn 1. október og lýkur kl. 06 sunnudaginn 2. október. Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metra böndunum.

QSO punktar fyrir sambönd við stöðvar í Eyjaálfu (e. Oceania) eru: 160m=20; 80m=10, 40m=5, 20m=1, 15m= 1 og 10m=3. Sambönd við stöðvar utan álfunnar gefa ekki punkta. Margfaldarar reiknast fyrir fyrsta samband á hverju bandi við hvert forskeyti kallmerkja í Eyjaálfu. Önnur sambönd gefa ekki margfaldara.

Morshluti keppninnar fer fram viku síðar, helgina 8.-9. október. Vefslóð á keppnisreglur: https://www.oceaniadxcontest.com/

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Radíóamatörum hér á landi standa til boða eftirtaldir endurvarpar á VHF og UHF, stafvarpar og/eða internetgáttir á VHF og radíóvitar á VHF.

Endurvarpar í metrabylgjusviðinu (VHF):
TF1RPB – Bláfjöll (2 metrar).
TF1RPE – Búrfell (2 metrar).
TF2RPJ – Mýrar (2 metrar).
TF3RPA – Skálafell (2 metrar).
TF3RPK – Skálafell (2 metrar).
TF5RPD – Vaðlaheiði (2 metrar).

Endurvarpar í sentímetrabylgjusviðinu (UHF):
TF3RPI – Bláfjöll (70 sentímetrar) (stafrænn endurvarpi fyrir D-STAR fjarskiptakerfið).
FM hlekkur – Bláfjöll (70 sentímetrar) (tengdur við TF2RPJ).

Stafvarpar og/eða internetgáttir í metrabylgjusviðinu (VHF):
TF1APA – Búrfell; stafvarpi (64°04.77′ N 19°49.11′ W).
TF1APB – Reynisfjall; stafvarpi (63°24.85′ N 19°01.70′ W).
TF1MT-1 – Landeyjar; stafvarpi/internetgátt (63°35.07′ N 20°09.08′ W).
TF3IRA-1Ø – Reykjavík; stafvarpi/internetgátt (64°07.53′ N 21°56.98′ W) .
TF3RPF – Reykjavík; stafvarpi (64°07.20′ N 21°48.57′ W).
TF5SS – Akureyri; internetgátt (65°38.85′ N 18°06.38′ W).
TF8APA – Grindavík; stafvarpi (63°51.91′ N 22°26.20′ W).
TF1SS-1 – Úlfljótsfjall; stafvarpi (Gráður N-W N/A).

Radíóvitar í metrabylgjusviðinu (VHF):
TF1VHF á 50 MHz – Álftanes á Mýrum.
TF1VHF á 70 MHz – Álftanes á Mýrum.

.

Myndin er af aðstöðunni í Bláfjöllum sem er í 690 metra hæð yfir sjávarmáli. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.