Fyrsta opnunarkvöld félagsins samkvæmt nýrri vetraráætlun var 6. október. Dagskrá var sett kl. 20:30 og fluttu þeir Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður VHF/UHF leikanna og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður TF útileikanna stutt erindi um viðburðina. Að því loknu voru afhent verðlaun og viðurkenningar.
Sérstakir gestir félagsins voru þeir Charles Patterson Byers, VE3EUR frá Ottawa í Kanada og Ómar Magnússon TF3WZ/OZ1OM frá Odense í Danmörku.
Vel heppnað og skemmtilegt fimmtudagskvöld í Skeljanesi. Þakkir til þeirra Hrafnkels og Einars fyrir afbragðsgóð erindi og hamingjuóskir til félagsmanna sem voru að taka á móti verðlaunum og viðurkenningum fyrir þessa tvo fjarskiptaviðburði ársins.
Alls voru 30 manns í húsi í Skeljanesi þetta ágæta haustkvöld í vesturbænum í Reykjavík.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!