,

SKELJANES Á MORGUN, SUNNUDAG

Flóamarkaður ÍRA verður haldinn í Skeljanesi á morgun, sunnudag 9. október frá kl. 13-16.

Annars vegar verða tæki/búnaður í boði sem stillt er upp í salnum. Hins vegar verða tæki/búnaður (þeirra sem þess óska) boðinn upp á staðnum með fjaraðgangi yfir netið [sem opnar kl. 14].

Húsið opnar kl. 12:00 fyrir félaga sem óska að selja/gefa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp. Uppboð hefst stundvíslega kl. 14:00.

Félagsmenn geta skráð fyrirfram verðmeiri hluti á uppboðið með því að senda upplýsingar á ira@ira.is og verður skráning opin til kl. 13 (á sunnudag).

Neðar á síðunni má sjá lista yfir tæki og búnað í eigu félagsins sem verða boðin á flóamarkaðnum.

——–

Æskilegt er að þeir sem hafa hug á að taka þátt fjarstaddir – forskrái sig á uppboðið með tölvupósti til ira@ira.is  Áður en uppboð hefst verður þeim sendur tölvupóstur með vefslóð á viðburðinn. Notað verður forritið „Google Meet“.

Aðalglugga Meet forritsins verður streymi frá vefmyndavél sem beinist að uppboðshaldara og því sem verið er að bjóða upp. Hljóð fylgir. Ekki verður opið fyrir aðra streymisglugga meðan á uppboði stendur.

Bjóðendur skulu opna skilboðadálk í Meet forritinu og skrifa þar boð sín. Ekki er hægt að taka við boðum fjarstaddra um hljóð/mynd, einungis með skriflegum boðum.

Þegar einhver fjarstaddra skrifar boð kallar tæknistjóri boðið til uppboðshaldara sem tekur við því eins og hverju öðru boði úr sal.

——–

Verið velkomin í Skeljanes – á staðinn og yfir netið!

Stjórn ÍRA.

——–

Eftirfarandi tæki og búnaður sem er í eigu félagsins verður boðið til sölu á flóamarkaði ÍRA á morgun, sunnudag 9. október:

1. Sambyggðar sendi-/móttökustöðvar.
Alinco DX-70  100W SSB/CW stöð f. 160-10m + 50 MHz m/WARC.
Kenwood TS-830S  100W SSB/CW stöð f. 160-10m. m/WARC (TX = 6BY7A og 6146 x2).
Kenwood TR-7625  144-146 MHz 5/25W FM sendistöð með RM-76 f. 6 minnisrásir og leitara.
Yaesu FT-101ZD  100W SSB/CW stöð f. 160-10m. m/WARC (TX = 6BY7A og 6146 x2).
Yaesu FT-1000MP 100W SSB/CW stöð f. 160-10m. 2 viðtæki. Innbyggður aflgjafi 230VAC.

2. Aukahlutir fyrir stöðvar.
Icom HM-103 handhljóðnemi fyrir Icom stöðvar.
Lafayette Model 99-26411 SWR/PWR mælir (stór); 50Ω / 75Ω 1.8-150 MHz; 200W.
MFJ Versa Tuner Model  MFJ-901B; 200W f. 1.8-30 MHz.
M.P. Pedersen handmorslykill.
Radio Shack Model 21-534 SWR/PWR mælir; 3-30 MHz, 20-200-2kW.
Yaesu FV-101Z External VFO.
Yaesu FC-902 Antenna Tuner 160-10m. WARC. Innbyggður 3x loftnetaskiptari, mælar.
Yaesu YD-148 borðhljóðnemi; bæði fyrir 600 ohm eða 50 kohm.
Yaesu SP-8 borðhátalari, m.a. í stíl við Yaesu FT-1000MP (Innbyggðar síur og fl.).

3. RF magnarar.
Dentron Radio Co.  GLA-1000 RF magnari f. 80-10m. 1kW CW; 1,2 kW SSB (6LQ6 x4).
Philco Corp. A915A/TRC. Signal Corps order no. 32148-Pw-51; 100W max. 300 MHz.
Tokyo HY-Power HL-45B RF magnari f. 160-10m + 50 MHz. 1-5Winn; 45Wút; 13.8V 8,5A.
ZG Model B-150; 1-10W inn  200W út.

4. Viðtæki.
Bearcat BC-210 viðtæki (FM Scanner). Tíðnisvið: 32-50 / 146-174 og 416-512 MHz.
Hallicrafters S-86 f. 0.538-1.6 MHz, 1.55-4.6 MHz, 4.5-13 og 12-34 MHz. (1954-1957; 8 lampar).
JRC NRD-72 viðtæki f. 100 kHz – 30 MHz; CW/SSB/DSB.
Kenwood R-300 f. 170 kHz til 30 MHz; AM/SSB/CW.
Realistic DX-160 f. 150 kHz til 30 MHz; AM/SSB/CW.
Radionette Kurér ferðaviðtæki (1961-1963; „Broadcast, LW, SW plus FM“.

5. Mælitæki.
PI – Potomatic Instruments, Inc., gerð AA-51A; Audio Analyzer.
PI – Potomatic Instruments, Inc., gerð AG-51; Audio Generator.
Lafayette Model 99-33094; Antenna Impedance Meter.
Stanford Electronics, Inc., gerð AN/PRM-10; Test Oscillator (grid-dipper).

6. Tölvubúnaður.
2 stk. Linksys Cisco SR2024 24-port 10/100/1000 Gigabit Switch.

7. Loftnet og turnar.
Fritzel 3 el. Yagi loftnet 20-15-10-40m.
HyEndFed Antennas loftnet f. 30-40m. Endafætt; 16.2m. 200W PEP.
HyEndFed Antennas loftnet f. 80-40-20-10m. Endafætt; 15.5m. 200W PEP.
SteppIR 3 el. 3E Yagi loftnet 20-17-15-12-10m. SteppIR stjórnkassi fylgir.
SteppIR BigIR vertical 40-6m. SteppIR stjórnkassi fylgir.
Turn – þrístrendur álturn, 9m. hár.
Turn – þrástrendur álturn, 11m. hár.

Mynd úr fundarsal eftir að hann hafði verið undirbúinn. Uppboðshaldari hefur aðstöðu við fundarpúltið og tæknistjóri til hliðar, honum á hægri hönd. Uppi á skápnum má sjá smádót sem verður ti sölu frá félaginu.
Mynd úr salnum. Auðu borðin til vinstri eru fyrir dót félagsmanna sem þeir færa á staðinn. Sjá má hluta af dóti frá ÍRA hefur verið komið fyrir á öðrum borðum. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × 1 =