,

FLÓAMARKAÐUR ÍRA Á SUNNUDAG

Flóamarkaður ÍRA 2022 verður haldinn í félagsaðstöðunni í Skeljanesi sunnudaginn 9. október á milli kl. 13-16. Markaðurinn er tvískiptur, þ.e. annars vegar fyrir tæki og búnað sem stillt verður upp til sölu (eða gefins) í félagsaðstöðunni og hins vegar það sem verður til sölu á uppboði.

Nýjung er, að uppboðinu verður streymt yfir netið þannig að félagar sem búa úti á landi eða eiga ekki heimangengt, geta tekið þátt með því að nota Google Meet forritið. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS mun hafa með höndum stjórn á uppboðinu sem hefst stundvíslega kl. 14:00.

Húsið verður opnað kl. 12:00 á sunnudag fyrir þá félaga sem óska að selja/gefa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp..

Félagsmenn geta skráð fyrirfram verðmeiri hluti á uppboðið með því að senda upplýsingar á ira@ira.is strax eftir birtingu þessarar tilkynningar. Skráð tæki og búnaður verða síðan til birtingar á þessum vettvangi á hádegi á laugardag, 8. október.

Fimmtudag 6. október verða birtar upplýsingar/leiðbeiningar um notkun Google Meet forritsins en Hinrik Vilhjálmsson, TF3VH mun annast tæknihliðina.

Stjórn ÍRA.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS hefur verið uppboðshaldari á flóamörkuðum ÍRA frá árinu 2010. Ljósmynd: TF3JON.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × five =