Alþjóðlega Vita og vitaskipa helgin
(International Lighthouse/ Lightship Weekend)
verður haldin 15-16. ágúst í 11. sinn.
Eins og siðastliðin 10 ár er áætlað að virkja
TF1IRA frá Knarrarósvita austan við Stokkseyri.

Er þar kjörið tækifæri til að gera tilraunir með
loftnet og radíóbúnað, prófa sig áfram og eða æfa sig
í að starfrækja stöðvar eða bara hitta aðra félagsmenn.

Vonum að sem flestir sjái sér fært að taka þátt.
Sérstaklega skorum við á nýja félaga og leyfishafa
að taka þátt, því þarna er frábært tækifæri til að læra af
reyndari amatörum og taka þátt í að reka stöð og læra
hvernig maður ber sig að.

p.s. Biðjum við þá félaga sem ætla að koma að láta vita með tölvupósti
(tf3sn at simnet.is) sérstaklega ef áætlað er að setja upp loftnet
svo við höfum grófa hugmynd um fjölda og skipulagningu
loftneta.

73 de TF3SNN

Heimasíða:  International Lighthouse/ Lightship Weekend

Hin alþjóðlega vitahelgi er í ár 15. – 16. ágúst.  IRA hefur tilkynnt þáttöku og skráð Knarrarósvita.  Þetta er án efa ein skemmtilegasta fjölskylduhátíð landsins.  Ég hvet alla til að taka helgina frá og hittumst í Knarrarósvita.  Nánar verður sagt frá síðar.

73

Guðmundur, TF3SG

Minni á IARU HF World Championship contestið sem hefst í dag laugardag 11. júlí til sunnudags  kl 12.00.

Markmiðið er m.a. að hafa samband við sem flesta radió (vak) áhugamenn og sem flestar HQ stöðvar félagslanda IARU

73

Guðmundur, TF3SG

TF3RPC varð á ný QRV í gær, 7. júlí kl. 11:30 er TF3WS tengdi nýjan aflgjafa við stöðina. Endurvarpinn er vistaður í bráðabirgðaaðstöðu í Espigerðinu á meðan byggingarframkvæmdir standa yfir. Því fylgir, að heldur minna loftnet er notað á meðan.

Þór, TF3GW og Sigurður, TF3WS. (Ljósmyndir: TF2JB).

TF3GW ætlar fljótlega að endurforrita stöðina þannig að “halinn” í sendingu verði minni eða hverfi með öllu. Spurning er jafnframt um að stilla næmni viðtækisins eitthvað niður til þess að hamla sjálfslyklun endurvarpans.

Endurvarpsstöðin er af gerðinni TKR-750 frá Kenwood. Aflgjafinn er af gerðinni PS-1330 frá HQ Power. (Ljósmyndir: TF2JB).

TF2JB

Ný framleiðsla af bílrúðulímmiðum með félagsmerkinu er komin. Þau verða til afgreiðslu í félagsheimilinu frá og með fimmtudagskvöldinu 9. júlí. Verðið er 200 kr/stk eða 500 kr/3 stk.

Ég hef sent nýjasta hefti CQ TF, júní 2009, í tölvupósti til þeirra félagsmanna sem hafa netföng.  Vinsamlegast látið vita ef blaðið hefur ekki borizt ykkur.

Pappírseintök eru í fjölföldun og verða send þeim sem þeirra hafa óskað.

73 – Kiddi, TF3KX / Ritstjóri CQ TF

Eftir að hafa rætt við formann ÍRA ákvað ég að prófa að taka að mér útgáfu næsta heftis CQ TF.  Í blaðinu verður fjallað um aðalfund félagsins, væntanlega TF útileika og ýmislegt annað sem fellur til.  Ef einhverjir hafa hug á að senda efni í blaðið er það vel þegið, en ég set skilafrest við nk. föstudag, 19. júní.

Efni má senda á netfang mitt:  tf3kx@simnet.is.

73 – Kiddi, TF3KX

Á aðalfundi Í.R.A. 23. maí s.l. var samþykkt að stofna til nefndar er geri tillögu um vinnureglur félagsins um hversu langur tími þarf að líða unz stjórnvöld geta endurúthlutað kallmerki, t.d. í kjölfar þess að lykill hljóðnar (þ.e. leyfishafi deyr). Hér geta komið til mörg álitamál. Einn leyfishafi kann t.d. að hafa verið mjög virkur og annar óvirkur, þrátt fyrir að hafa tekið út leyfisbréf og greitt fyrir það en aldrei farið í loftið. Að auki, er þess farið á leit, að nefndin fjalli um mál sem eru skyld umfjöllunarefninu og hún er sammála um að taka til umfjöllunar. Þessir voru kjörnir í nefndina: TF3JA, TF3KX, TF3HP og TF5B.

Í erindisbréfi sem nefndinni var sett í gær (6. júní) er vakin er athygli á tímatakmörkunum, en hún þarf að skila tillögum sínum á aðalfundi 2010. Áhersla er lögð á að tillögur nefndarinnar liggi fyrir í tíma, þannig að þær megi senda til félagsmanna með fundarboði í væntanlegu tölublaði CQ TF sem sent verði út í byrjun aprílmánaðar 2010.

Þar sem ekki var sérstaklega gengið frá því á aðalfundinum, hefur stjórn félagsins falið Jóni Þóroddi Jónssyni TF3JA, að kalla nefndina saman til fyrsta fundar þar sem hún skipti m.a. með sér verkum; komi sér saman um talsmann/formann, ritara o.s.frv.

TF3JB

Safn fjarskiptatækja og búnaðar sem er hluti af Samgöngusafninu að Skógum var formlega opnað í dag, 6. júní 2009 kl. 14:00. Um er að ræða safn fjarskiptatækja og aukahluta sem Sigurður Harðarson (TF3WS) hefur safnað og afhenti safninu til eignar og varðveislu í dag. Á annað hundrað manns voru viðstaddir opnuna. Meðal ræðumanna voru Sverrir Magnússon framkvæmdastjóri safnsins, Þórður Tómasson safnvörður, Björn Björnsson útlitshönnuður og Sigurður Harðarson sem veitti yfirlit yfir skiptingu safnsins. Meðal gesta voru a.m.k. 14 radíóamatörar úr kallsvæðum TF1, TF2, TF3 og TF8 (sem undirritaður taldi þann tíma sem hann var á staðnum). Á eftir ræðum og lófaklappi var gestum boðið til kaffihlaðborðs. Undirritaður mælir með heimsókn í safnið að Skógum. Það er ferðarinnar virði!

Frá ræðuhöldum við formlega opnun safnsins.

TF2JB morsaði í lok ræðuhaldanna: “CQ CQ CQ. Velkomin að Skógum. 73 73 73”.

Frá vinstri: TF1JI, TF3WS og TF3LMN.

Frá vinstri: TF3GG, TF1JI og TF1EIN.

Sigurður Harðarson afhendir Sverri Magnússyni gjafabréf.

TF3JB

Nú í ár eins og undanfarin 33 ár er haldin sýning í Friedrichshafen sem sem gengur undir nafninu Ham Radio Friedrichshafen og hefst föstudag 26 júní og stendur til 28 júní n.k.

Heimasíða er:  http://www.hamradio-friedrichshafen.de

Þessi árlega uppárkoma í Friedrichshafen  er án efa stærsti einstaki viðburður á eftir Daytona fyrir radióáhugamenn að koma saman og bera saman bækur sýnar.   Ég er einn þeirra sem nú fer á sýninguna og er það mér mikið tilhlökkunarefni.  Ég mun reyna að heimsækja sem flesta fulltrúa félaga eftir því sem við verður komið.   Ef aðrir áhugamenn eru á ferð á sýningunni þá hvet ég þá til að hafa samband við mig.

73

Guðmundur, TF3SG

Exp.

Gudmundur Sveinsson, TF3SG
Bauganesi 7
IS – 101 Reykjavik
ICELAND

Tel. mob. 00354 896 0814,  at home 00354 55 22 575

Frá vinstri: TF3EE, TF3SG, TF1JI og TF3SNN. Sitjandi: TF2JB og TF3GL. Á myndina vantar TF3BJ. Ljósmynd: TF3LMN.

Laugardaginn 6. júní kl. 14 verður opnuð sýning á merkilegu safni bílatalstöðva í Samgöngusafninu að Skógum undir Eyjafjöllum. Það er Sigurður Harðarson rafeindavirki (TF3WS) sem hefur safnað öllum gerðum bílatalstöðva sem notaðar hafa verið á Íslandi og afhendir hann nú samgöngusafninu að Skógum safn sitt. Siggi hefur safnað tækjunum í um 40 ár og þau spanna rúmlega 60 ára sögu fjarskipta á Íslandi.

Tækin skipta hundruðum, frá fyrstu Morse-tækjum til „gemsa” og koma frá fjallamönnum, lögreglu, björgunarsveitum, rútufyrirtækjum, leigubílum, almannavörnum og áhugamönnum um fjarskiptatækni.

Mörg tækjanna eru virk og á sýningunni má m.a. heyra viðskipti á Morsi og tali, m.a. samskipti skipbrotsmanna á togaranum Elliða sem fórst 10. febrúar 1962 og björgunarmanna, en upptaka af samtölum þeirra hefur varðveist.

Sagan á bak við safnið.

Árið 1957, þá 13 ára gamall, smíðaði Siggi Harðar fyrsta útvarpstækið sitt og hefur síðan smíðað mörg tæki og sendistöðvar, þar á meðal stærastan hluta endurvarpskerfa Landsbjargar og Ferðafélagsins 4X4 á Íslandi, þ.e. þann hluta sem notar eingöngu sólarorku. Það eru yfir 50 sendistöðvar.

Strax í upphafi hafði Siggi mikinn áhuga á fjarskiptatækjum. Eftir að námi lauk í rafeindavirkjun árið 1966 vann hann meira og minna við fjarskiptabúnað ásamt viðgerðum á útvaps- og sjónvarpstækjum.

Á þeim tíma voru gömul tæki geymd, aðallega til að taka úr þeim varahluti, og einnig söfnuðust fyrir tæki strax í upphafi. Þegar fjöldinn jókst varð ljóst að tækin höfðu sögulegt gildi, og með því að halda upp á eintak af hverri tegund mætti ná heilstæðu safni með tíð og tíma. Sum tækin hafa þannig verið geymd í yfir 40 ár.

Þegar breytingar hafa orðið á fjarskiptatækninni hér á landi, svo sem þegar AM-mótuðum talstöðvum var skipt út fyrir SSB-mótaðar árið1982 – hefur Siggi ávallt haldið eftir eintaki af hverri gerð sem hann hefur komist yfir, stundum með því að komast í geymslur þjónustufyrirtækja þar sem staðið hefur yfir tiltekt. Á þann hátt hafa varðveist margar gamlar talstöðvar sem nú eru í þessu safni. Þessi söfnun hefur einnig spurst út í gegnum tíðina og menn hafa gefið gömul eintök.

Elstu tækin eru frá árinu 1945, frá því er fjarskipti voru gefin frjáls á Íslandi eftir stríðið. Það hefur komið sér vel að kunna skil á sögu þessara tækja að Siggi hefur unnið við þjónustu fjarskiptatækja í rúm 40 ár.

Siggi Harðar er einnig radíóamatör (TF3WS) og hefur starfað í Flugbjörgunarsveitinni frá 16 ára aldri. Vegna þessa hefur hann m.a. öðlast góða yfirsýn yfir fjölbreytta flóru fjarskiptatækja á Íslandi ásamt því að hafa umgengist menn sem hafa reynslu af notkun þeirra.

Það er með ánægju að undirritaður kemur hér með þeim boðum á framfæri við radíóamatöra og félagsmenn Í.R.A. að þeim stendur til boða frír aðgangur á laugardag frá kl. 14-17 ásamt því að í boði verða kaffiveitingar. Það skal tekið fram að Siggi er félagsmaður í Í.R.A.

73 de TF2JB.