,

TF3RPC QRV á ný

TF3RPC varð á ný QRV í gær, 7. júlí kl. 11:30 er TF3WS tengdi nýjan aflgjafa við stöðina. Endurvarpinn er vistaður í bráðabirgðaaðstöðu í Espigerðinu á meðan byggingarframkvæmdir standa yfir. Því fylgir, að heldur minna loftnet er notað á meðan.

Þór, TF3GW og Sigurður, TF3WS. (Ljósmyndir: TF2JB).

TF3GW ætlar fljótlega að endurforrita stöðina þannig að “halinn” í sendingu verði minni eða hverfi með öllu. Spurning er jafnframt um að stilla næmni viðtækisins eitthvað niður til þess að hamla sjálfslyklun endurvarpans.

Endurvarpsstöðin er af gerðinni TKR-750 frá Kenwood. Aflgjafinn er af gerðinni PS-1330 frá HQ Power. (Ljósmyndir: TF2JB).

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × 4 =