,

Frá opnun Fjarskiptaminjasafnsins að Skógum

Safn fjarskiptatækja og búnaðar sem er hluti af Samgöngusafninu að Skógum var formlega opnað í dag, 6. júní 2009 kl. 14:00. Um er að ræða safn fjarskiptatækja og aukahluta sem Sigurður Harðarson (TF3WS) hefur safnað og afhenti safninu til eignar og varðveislu í dag. Á annað hundrað manns voru viðstaddir opnuna. Meðal ræðumanna voru Sverrir Magnússon framkvæmdastjóri safnsins, Þórður Tómasson safnvörður, Björn Björnsson útlitshönnuður og Sigurður Harðarson sem veitti yfirlit yfir skiptingu safnsins. Meðal gesta voru a.m.k. 14 radíóamatörar úr kallsvæðum TF1, TF2, TF3 og TF8 (sem undirritaður taldi þann tíma sem hann var á staðnum). Á eftir ræðum og lófaklappi var gestum boðið til kaffihlaðborðs. Undirritaður mælir með heimsókn í safnið að Skógum. Það er ferðarinnar virði!

Frá ræðuhöldum við formlega opnun safnsins.

TF2JB morsaði í lok ræðuhaldanna: “CQ CQ CQ. Velkomin að Skógum. 73 73 73”.

Frá vinstri: TF1JI, TF3WS og TF3LMN.

Frá vinstri: TF3GG, TF1JI og TF1EIN.

Sigurður Harðarson afhendir Sverri Magnússyni gjafabréf.

TF3JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × 2 =