,

Alþjóða Marconidagurinn er á laugardag

TF3IMD verður í loftinu frá Reykjavík, Skeljanesi laugardaginn 22. apríl frá klukkan 10 og er öllum boðið að koma og fylgjast með TF3VS á lyklinum/hljóðnemanum/lyklaborðinu.

Marconi fæddist 25. apríl 1874 og er minnst á hverju ári um þá helgi sem er næst afmælisdegi hans.

Markmiðið fyrir radíóamatöra um allan heim er að ná sambandi við sem flestar skráðar Marconistöðvar frá miðnætti til miðnættis á laugardeginum 22. apríl.

Listi yfir skráðar Marconistöðvar.

,

Opið í Skeljanesi að kvöldi síðasta vetrardags – lokað á morgun

Í kvöld frá klukkan 19 til 22 verður Villi, TF3DX með kennslu í radíóbylgjuútbreiðslu fyrir verðandi radíóamatöra í Skeljanesi. Ykkur er öllum boðið að koma og hlusta á Villa segja frá leyndardómum radíóbylgnanna sem reyndar eru okkur að miklu leyti óþekktir ennþá en hver veit kannski lumar einhver ykkar á sannleikanum?

Í gærkvöldi fór Villi yfir loftnetafræðin og vöknuðu margar spurningar sem kannski verður að einhverju leyti svarað í kvöld.

Kaffi og kex í boði ÍRA

,

Í dag er alþjóðadagur radíóamatöra

Það var á þessum degi árið 1925, sem alþjóðasamtök radíóamatöra voru
stofnuð í París.

Við minnum á að í kvöld er námskeið í Skeljanesi og öllum radíóáhugamönnum  er boðið að koma og fylgjast með Villa TF3DX kenna verðandi radíóamatörum allt um loftnet.


IARU

,

Gleðilega páska allir radíóáhugamenn

Í dymbilviku er lokað í Skeljanesi en ykkur er boðið eftir páska á tvo fyrirlestra Villa, TF3DX, á yfirstandandi námskeiði. Fyrirlestrarnir eru í Skeljanesi og byrja klukkan 19 báða dagana, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku.

“Dymbilvika mun draga nafn sitt af áhaldinu dymbill sem var einhverskonar búnaður til að gera hljóð kirkjuklukkna drungalegra og sorglegra (dumbara), þegar hringt var til guðsþjónustu á þessum síðustu dögum föstunnar.” … af Wikipediu

17 Loftnet Straum- og spennumynstur rakið frá opnum enda. Lengdir sem gefa resónans, háviðnáms og lágviðnáms
Lengdir sem gefa spankennt og rýmdarkennt tvinnviðnám
Val á fæðistað sem hentar sammiðjukapli, annars ATU eða opin lína
Hálfbylgjutvípóll, kvartbylgjustöng, 3 staka Yagi
Skautun og stefnuvirkni
18. apríl 2017 19:00-22:00 TF3DX
18 Radíóbylgjuútbreiðsla Tíðni og bylgjulengd. LF, MF, HF, VHF og UHF
Helstu tíðnisvið amatöra
Jarðbylgja, kostur vaxandi bylgjulengdar
Stökkbylgja (sky wave), heppileg tíðni innanlands og fyrir DX
Dautt svæði (skip zone)
Nöfn og röð jónhvolfslaga, D, E og F, hæð u.þ.b.
Krítísk tíðni og MUF
19. apríl 2017 19:00-22:00 TF3DX

de stjórn ÍRA

,

Fyrirlestur um hálfbylgjuloftnet

Vilhjálmur Kjartansson, TF3DX, hélt fyrirlestur um hálfbylgjuloftnet fimmtudaginn 6. apríl. Hér eru nokkrar myndir af gestum og græjum. Virkilega skemmtilegt ferðakit sem TF3DX notar. Skemmtilegur og fróðlegur fyrirlestur.

Vilhjálmur Kjartansson, TF3DX.

TF3ID og TF3EK ásamt fleirum spekulera í ferðagræjum TF3DX

Elecraft K1 ferðatæki TF3DX,

Elecraft K1 með svolitlum breytingum.

Mikið notaður heimagerður lykill TF3DX.

Einar Kjartansson, TF3EK.

,

TF3DX/P SOTA #03

Frá SOTA ferð #03 TF3DX upp á Esju 17.-19. september 2016.

TF3DX SOTA Esja 2016
,

SOTA í opnu húsi í Skeljanesi fimmtudagskvöldið 6 apríl 2017

Í opnu húsi fimmtudaginn 6. apríl, klukkan 20:00, ætla TF3DX og TF3EK að segja frá reynslu sinni af því að virkja SOTA (Summits on the air) TF tinda. Síðan TF-SOTA varð virkt, 1. september s.l., hafa 11 tindar verið virkjaðir alls 20 sinnum. Þessi TF kallmerki hafa komið við sögu:

    tindar stig bónus alls
 TF3EK 6   20  9   29
 TF3DX 3   11  0   11
 TF3EO 2    5  0   5
 TF8KY 1    1  0   1
 TF3GD 1    1  0   1
 TF3WJ 1    1  0   1

Allir áhugamenn um fjarskipti eru velkomnir.
Stóri Meitill, TF/SV-027 virkjaður, Geitafell, TF/SV0-28 í baksýn.
Stóri Meitill, TF/SV-027 virkjaður, Geitafell, TF/SV-028 í baksýn.

Sjá: http://www.sota.org.uk/Association/TF

,

Tveir hornsteinar í félagsstarfi ÍRA eiga afmæli í dag

Bjarni TF3GB fær “löggildinguna” (67) í dag en Matti TF3MH (66) á enn eftir ár í hana.

Bjarni Sverrisson, TF3GB.

Matthías Hagvaag, TF3MH.

Þessir tveir eiga það sameiginlegt að hafa aldrei sagt nei við félagið ef leitað hefur verið eftir aðstoð eða vinnuframlagi frá þeim.

ÍRA óskar Bjarna og Matta innilega til hamingju með daginn og alls hins besta í framtíðinni.

,

Samuel F. B. Morse lést 2. apríl 1872

Samuel F.B. Morse, höfundur Morse-stafrófsins fæddist í Charlestown, Massachusetts 27. apríl 1791. Morse var listamaður, einn af þekktari andlitsmyndamálurum Norður-Ameríku á nítjándu öld, uppfinningamaður og maður framkvæmda eins og lesa má í æviágripi hans.

Morse kynnti þegar á árinu 1938 hugmynd um notkun rafmagns/rafsegulmagns til flutnings á skilaboðum.


Samuel F. B. Morse, sjálfsmynd

Hér fer á eftir grein úr Fálkanum frá árinu 1947:

Hver fann upp ritsímann?

Á útlendu máli heitir hann telegraf, sem þýðir firðritari. Hefir þetta orð verið notað um tæki til fréttaflutnings, þó að þau hafi eigi notað rafmagnsstrauminn. Í fornöld notuðu menn elda, til þess að kom boðum til almennings, og svo virðist sem Grikkir hafi gert sér einskonar stafróf, með því að raða logandi kyndlum á ýmsa vegu. Þegar stjórnarbyltingin mikla geysaði í Frakklandi bjuggu Chappe-bræður til hinn svonefnda semafor, tré grind með hreyfanlegum örmum, sem hægt var að setja í ýmsar stellingar, er hver um sig táknaði ákveðinn bókstaf eða merki. Þetta tæki var mikið notað í Frakklandi um skeið. Þannig voru settar upp 22 semaforgrindur milli Parísar og Lille, þannig að ávallt sæist milli þriggja, og skeytin send stöð frá stöð. Árið 1844 voru 534 svona stöðvar í Frakklandi. – En það sem nú er kallaður ritsími, og byggist á uppgötvun H. C. Örsteds, á tilveru sína að þakka Ameríkumanninum Samuel Morse (f. 1791, d. 1872). Hann var eiginlega listmálari, en dvaldist um hríð í Evrópu og fór þá að kynna sér rafsegulmagnið og og gerði tilraunir með það. Á heimleiðinni til Ameríku datt honum í hug að hægt væri að nota rafsegulmagnið til fréttaflutnings, og fór hann nú að gera teikningar að svona tæki, og sýndi þær skipstjóranum og ýmsum farþegum. Síðar hélt einn af þessum farþegum, Jackson prófessor frá Boston, því fram að hann hefði átt hugmyndina að þessu tæki, og sagt Morse frá henni á leiðiuni vestur, og Morse svo stolið hugmyndinni. Í sömu ferðinni hugkvæmdist Morse lika Morse-stafrófið, sem enn er notað við símritun og við ljós- og hljóðmerkjasendingar. Með símlyklinum var hægt að senda punkta og strik, úr þessum einföldu merkjum tveimur var svo búið til heilt stafróf. Morse varð lengi að berjast við fátækt og skop almennings áður en hugsjónir hans komust í framkvæmd. Hann leitaði til þingsins um styrk til þess að leggja ritsímalínu, og loks samþykkti þingdeildin þetta, og sendi til öldungadeildarinnar. Samþykkti hún fjárveitingu 3. mars 1843, á siðasta samkomudegi þingsins í það skipti. Fyrsta símalínan var lögð milli Washington og Baltimore og 24. maí 1844 var fyrsta símskeytið sent milli þessara staða. Með þessum atburði varð ritsiminn staðreynd og breiddist nú óðum út. Þrátt fyrir miklar árásir og öfund fékk Morse mikinn heiður af uppgötvun sinni. Í New York var reist standmynd af honum, að honum lifandi. Hann dó 2. apríl 1872.

Styttan er í Central Park í New York.

,

Kaffi & kleinur í Skeljanesi í kvöld

Kaffi og kleinur í Skeljanesi í kvöld. Allir velkomnir.

Við mælum sérstaklega með að nemendur á námskeiði komi og hitti amatör reynslubolta.

Ölvir Sveinsson, TF3WZ, þiggur ábendingar og spjall um nýja heimasíðu.

,

TF þátttaka í CQ WW WPX SSB og CW

SSB
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Fjöldi dagbóka 4594 4944 5151 5224 5279 5575 5058 5292
Íslensk kallmerki TF1CW
TF3AO
TF3SG
TF8GX
TF3AO
TF3CW
TF3JA
TF3SG
TF1CY
TF3AM
TF3AO
TF3CW
TF3SG
TF8GX
TF2LL
TF3AO
TF3CY
TF1AM
TF3AO
TF3CY
TF2MSN
TF3AO
TF3CW
TF3CY
TF3JB
TF2LL
TF2MSN
TF3AO
TF3CY
TF3DT
TF3EK
TF3JB
TF8KY
TF2MSN
TF3CW
TF3DT
TF3JB
TF3T
TF3VS
CW
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017*
Fjöldi dagbóka 3450 3727 4132 3930 3871 4008 3977
Íslensk kallmerki TF3DC
TF3GB
TF3DC
TF3SG
TF3Y
TF3DC
TF3GB
TF3SG
TF3DC TF3DC TF3CW
TF3JB
TF3VS
TF3W
TF3AO
TF3CW
TF3DC
TF3EO
TF3W