,

26. júní 1905 barst fyrsta loftskeytið til Íslands

… móttökustöðin var við Rauðará.

Orðrómur komst á kreik um að eitt skeytið hefði borist upp á Mýrar og verið nærri búið að drepa þar mann

Í bókinni Nýjustu fréttir! segir Guðjón Friðriksson að Jón Ólafsson hafi hleypt af stað þessu fréttastríði á fyrstu árum tuttugustu aldarinnar og það hafi verið undanfari þess að loftskeytastöð var sett upp við Rauðará í júní 1905 og komu ritsímans ári seinna. “Þetta tvennt olli byltingu í samskiptum Íslands við umheiminn og íslenskri blaðamennsku.”

Loftskeytin ollu umróti og heilabrotum!

“Margir Íslendingar trúðu ekki sínum eigin augum er þeir lásu um atburði sem áttu að hafa gerst daginn áður, jafnvel í Varsjá eða austur við Odessa. Einn maður fullyrti að fréttirnar, sem skeytin fluttu, mundu hafa komið með skipi til Hafnarfjarðar nóttina áður og því væri logið til að þau hefðu borist í loftinu frá Englandi. Annar sagði að ef skip yrðu í leið fyrir skeytunum hingað mundu þau lenda á þeim og komast ekki lengra. Lífsháski gat orðið af þeim ef eitthvað kvikt yrði á vegi þeirra. Orðrómur komst á kreik um að eitt skeytið hefði borist upp á Mýrar og verið nærri búið að drepa þar mann.”

Haustið 1906 var ritsíminn til útlanda opnaður og símasamband komst á milli Reykjavíkur og Seyðisfjarðar og Marconi-stöðinni var lokað.

Marconi-loftskeytin bárust frá Poldhu í Cornwall á Englandi og réðu Íslendingar engu um, hvað þaðan barst, auk þess sem Rauðarárstöðin var eingöngu móttökustöð. Með tilkomu ritsímans gátu menn hins vegar “talað saman” með því að skiptast á skeytum og það voru Íslendingar sem sendu fréttaskeytin frá útlöndum.

En ritsímaskeytin kostuðu sitt. Guðjón A. Friðriksson segir, að líklega hafi Marconi-skeytin verið ódýr eða jafnvel ókeypis, en fyrir ritsímaskeytin þurfti að greiða fullt verð.

Íslenzku blöðin höfðu ekki efni til þess að vera í stöðugu símskeytasambandi við útlönd og stofnuðu því til tveggja blaðskeytasamlaga.

Blaðskeytabandalagið var stofnað 4. október 1906

Ritsíminn

Símamerki með fálkamerki

Fyrsti íslenski ráðherrann, Hannes Hafstein , reyndist framtakssamari í flestum efnum en dönsku stjórnvöldin höfðu verið. Hann var áhugsamur um verklegar umbætur og beitti sér fyrir því strax eftir að hann tók við embætti að ritsími yrði lagður til landsins. Gerði hann að fengu samþykki Alþingis um það samning við danskt símafélag að lagður yrði sæstrengur til Seyðisfjarðar, en þaðan landlína um Akureyri til Reykjavíkur. Komst á ritsímasamband tveimur árum seinna, 1906. Lagning ritsímans var gífurlega kostnaðarsöm fyrir landssjóð, enda unnu við verkið nær 300 manns, 220 Norðmenn, 18 Danir og 60 Íslendingar. En ábatinn varð líka mikill.

Gamall sími

Sælínan greiddi mjög fyrir viðskiptum Íslendinga við útlönd og varð m.a. til þess að innlend heildverslun leysti á fáum árum hina dönsku af hólmi. Þá varð auðveldara en áður að selja íslenskar afurðir til útlanda.

Fréttir af viðburðum utan landsteinanna bárust nú samdægurs í stað þess að margar vikur eða mánuðir liðu frá stóratburðum utanlands þar til Íslendingar höfðu um þá vitneskju. Landlínan varð ekki síður lyftistöng atvinnulífinu en hún kom á sambandi milli fjarlægra landshluta til mikils gagns fyrir viðskipti og framkvæmdir.

,

Bakkinn 2017

Amatörar á Íslandi héldu sína sumarhátíð á Eyrabakka í gær í frábæru veðri. Hátíðin fer senn að geta talist árlegur viðburður og radíóamatörar Íslands geta merkt síðustu helgina í júní Bakkinn á sitt dagatal

Myndir frá hátíðinni, myndasmiðir TF3ARI og TF2MSN

TF3ML stendur við borðsendann og er eflaust að segja frá samböndum sínum á 6 metrunum sem hann hefur haft flest frá Eyrarbakka

Loftnetið 2 greiður fyrir 6 og 4 metrana trónir yfir Bakkanum, klukkan að nálgast miðnætti og lognið fullkomið

glatt á Bakka í sólinni

Feðgarnir TF8TY og TF8KY voru brosmildir á Bakkanum

Hátíðinni lauk með brennu á Bakkanum þar sem radíóamatörar brenndu burtu allar syndir ársins að hætti sannra víkinga og ekkert nema gleðin tók völdin

,

Sumarhátíð amatöra – Sólstöðuhátíð

Á morgun laugardaginn 24. júní 2017 ætla radíóamatörar að halda hátíð á Eyrarbakka.

Dagskrá
Svæðið opnar kl 14:00
16:00 fordrykkir – kaffi, gos rauðvín og bjór í boði nefndar.
17:00 Lamba-svínasteikur og pulsur í boði nefndar.
21:00 Varðeldur í fjörunni .
Allir velkomnir
Öflug stöð í gangi á staðnum.
360° myndaka og fleira.
Auðvelt að finna tjaldstæðið á Eyrabakka, mastur gnæfir yfir svæðið.

73 de TF3ARI

,

17. júní 2017 Loftnetavinna í Skeljanesi

TF3GB, TF3DC og TF3JA mættu í Skeljanes klukkan níu að morgni 17. júní til að endurnýja fæðilínu, kóax í Fritzel loftnetið. Í leiðinni var fæðilínan í SteppIR prjóninn stytt og gengið betur frá köplum milli húsa.

TF3GB að festa kaplana við burðarvírinn.

Myndin sýnir vel vinduna sem Heimir, TF1EIN setti upp síðastliðið haust sem auðveldar og flýtir verulega fyrir allri vinnu við mastur og lofnet.

,

Opið í Skeljanesi í kvöld frá 20 – 22.

kaffi og kleinur í Skeljanesi í kvöld og fjörugar umræður um sumarið. Næsti viðburður radíóamatöra á Íslandi er um næstu mánaðamót, VHF-leikar 1. og 2. júlí. Tilvalið að tengja SOTA við VHF-leikana.

TF8KY er umsjónarmaður VHF-leikanna.

TF8TY sonur TF8KY að hjálpa pabba sínum að steypa undirstöðu fyrir nýtt loftnetsmastur.

fh stjórnar ÍRA

73 de TF3JA

,

TF1RPB í Bláfjöllum QRV á ný

Zodiac RT-4000 endurvarpsstöðin vel fest við vegginn. Ljósm.: TF3WS.

Endurvarpi félagsins í Bláfjöllum, TF1RPB, er QRV á ný. Sigurður Harðarson, TF3WS,lagði á fjallið snemma í morgun (14. júní) og tengdi “Pál”; stöðin var fullbúin kl. 09:15. Fyrstu prófanir lofa góðu en þrír leyfishafar prófuðu stöðina skömmu eftir uppsetningu, þ.e. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI(bæði frá eign QTH og /m í Reykjavík), Ólafur Björn Ólafsson, TF3ML/7 (frá Vestmannaeyjum) og Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG/1 (frá Grímsnesi í Árnessýslu). Í öllum tilvikum reyndist merkin góð.

Vinnutíðnir TF1RPB eru 145.150 MHz RX / 145.750 MHz TX. Félagsmönnum er bent á, að endurvarpinn er forritaður með útsendingartakmörkun (e. time-out) sem þýðir að eftir u.þ.b. 4 mínútur dettur sending út. Auðveldlega má koma í veg fyrir þetta, ef menn bíða í 1-2 sek. á milli þess sem sent er þannig að endurvarpinn nái að detta út á milli sendinga.

Fljótlega verður lagt á fjallið á ný. Við það tækifæri verður útsendingartakmörkun fjarlægð ásamt því að auðkenni á morsi verður tengt og loftnetamálum komið í endanlegt horf.

Stjórn Í.R.A. þakkar Sigurði Harðarsyni, TF3WS, fyrir frábæra aðstoð við endurgangsetningu TF1RPB. Einnig þeim Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI; Ólafi Birni Ólafssyni, TF3ML/7 og Guðmundi Inga Hjálmtýssyni, TF3IG/1 fyrir aðstoð við prófanir.

,

Flómarkaður

Flóamarkaður var haldinn í dag í félagsheimili ÍRA. Fjölmargir kíktu í heimsókn og fengur sér kaffi og kleinu. Ýmislegt var í boði og eitt og annað skipti um eigendur.

TF3AB og TF3VS

iCom borðið.

Miðbylgjuútvarp framleitt í Cincinati í Ameríku.

Ýmislegt góðgæti í boði.

,

Munið Flóamarkaðinn á morgun sunnudag í Skeljanesi kl. 11

TF3AB og TF3WZ eru í forsvari fyrir flóamarkaði í Skeljanesi á morgun sunnudaginn 11. júní.

Fjarskiptasafnið að Skógum

Brot úr fjarskiptasögu Íslands

Loftskeytastöðin – 1918

Loftskeytastöð tók til starfa á Melunum í Reykjavík þann 17. júní 1918 og kallaðist hún „Reykjavík radíó“. Fyrsta kallmerki stöðvarinnar var OXR en árið 1919 var Íslandi úthlutað kallmerkinu TF og bar stöðin síðan kallmerkið TFA. Upphaflega var loftskeytastöðin hugsuð sem varasamband til útlanda, viðbót við sæsímann, en aðalhlutverk hennar varð brátt þjónusta við skip og báta og var hún bylting fyrir öryggi þeirra.

Í fyrstu fóru öll fjarskipti við skip fram á Morse en talfjarskipti hófust árið 1930. Fyrsta íslenska fiskiskipið sem fékk loftskeytatæki var togarinn Egill Skallagrímsson, árið 1920. Tveimur árum síðar var fyrsti loftskeytamaðurinn ráðinn til starfa á íslenskt skip.

Þegar skipum með loftskeytatæki fór að fjölga varð hörgull á mönnum sem gátu sinnt þessum störfum og var því efnt til námskeiðs fyrir unga menn sem vildu læra loftskeytafræði. Lauk fyrsti hópurinn námi árið 1923.

Heimild: Saga loftskeytaog símaþjónustu á Íslandi.

,

TF3CE í Skeljanesi á fimmtudagskvöld kl 20

TF3CE, Árni Þór Ómarsson kemur til okkar í Skeljanes á fimmtudagskvöld klukkan 20 og fjallar um uppsetningu á endurvörpum fyrir ofan snjólínu.

Um helgina fór vaskur hópur frá Landsbjörg á Drangajökul og setti upp nýjan endurvarpa á rás 44.

Munið líka flóamarkaðinn á sunnudag í Skeljanesi þeir sem vilja láta frá sér gamalt eða nýtt radíódót á flóamrkaðinum er bent á að hafa samband við TF3AB eða TF3WZ.

,

Yngsti radíóamatörinn er kominn með kallmerki TF8TY

Amatörpróf var haldið 29. apríl að loknu amatörnámskeiði, 11 mættu til prófs. 8 nemendur náðu G-leyfi og einn N-leyfi. Einn N-leyfishafi reyndi við hækkun tókst ekki að hækka sig þó ekki munaði miklu. Einn mætti til prófs án þess að hafa sótt námskeiðið en náði ekki tilskilinni einkunn.

Nýir leyfishafar að loknu prófi 28. apríl 2017 samkvæmt upplýsingum frá Pfs:

Björn Þór Hrafnkelsson 11 ára G-leyfi TF8TY
Frímann Birgir Baldursson 42 ára G-leyfi TF1TB
Hjörtur Árnason 49 ára G-leyfi
Jón Björnsson 51 árs G-leyfi TF3PW
Jón Hörður Guðjónsson 44 ára G-leyfi TF3JHG
Magnús Ragnarsson 34 ára G-leyfi TF1MT
Ragnar Gísli Ólafsson 40 ára G-leyfi
Ricardo Silva Pimenta 38 ára G-leyfi TF3RSP
Sigurður Guðmundsson 49 ára N-leyfi

Meðalaldur 40 ár. Þokast í rétta átt.

TF8TY með pabba sínum TF8KY

,

6-Metra Polar Es – Vannýtt fjarskiptaleið til Japan

Póst- og fjarskiptastofnun hefur í framhaldi af jákvæðri umsögn ÍRA um erindið, veitt Þorvaldi í Otradal, TF4M tímabundið leyfi til notkunar háafls (KW) á 6m í sumar en reglugerðin heimilar mest 100w á þessu tíðnisviði.

Vinur Þorvaldar og góðkunningi íslenskra DX amatöra JA1BK skrifar grein í júníhefti QST þar sem hann lýsir ævintýrum sínum og tækifærum á sex metrunum:  „6-Meter Polar Es – An Underutilized Propagation Mode. This rare form of polar sporadic-E propagation can yield surprising results.“

Nánar er vísað til greinarinnar í QST sem félagar hafa m.a. aðgang að í blaða- og bókasafni ÍRA í Skeljanesi – en myndirnar eru birtar hér með góðfúslegu leyfi ARRL

Samkvæmt Facebook-síðu Óla TF3ML  náði hann fyrsta QSO við Japan á 6m (JA7QVI) í lok maí 2015.

Stjórn ÍRA óskar Tobba velfarnaðar í tilraununum og hvetur félagana til að nota áfram öll bönd og útgeislunarhætti til fjarskipta og tilrauna.