Innan stjórnar hefur töluvert verið rætt um þá ákvörðun aðalfundar 11. júní 2015 að kjósa laganefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða lög félagsins á starfsárinu í framhaldi af tillögu TF3GB:

„Undirritaður leggur til að framkomnum breytingartillögum á lögum ÍRA verði vísað til 3 manna nefndar sem aðalfundur kýs sér. Nefndin hafi starfstíma til 15. apríl 2016. Nefndin taki við ábendingum og athugasemdum á starfstímanum. Móti tillögur sem verði sendar út með aðalfundarboði 2016. Bjarni Sverrisson TF3GB“

Tillögur komu fram um eftirfarandi félagsmenn í nefndina TF3VS, TF3GL, TF3UA, TF3HM. Gengið var til kosninga og niðurstaðan var sú að TF3VS, TF3UA og TF3HM voru kosnir í nefndina. Innan stjórnar er samhugur um að leggja til við kosna nefndarmenn að þeir bjóði TF3GL að taka þátt í störfum nefndarinnar sem fullgildur nefndarmaður. Álit stjórnarinnar byggir á þeirri hugsun að ÍRA er áhugamannafélag þar sem allar skoðanir eru jafnréttháar og því markmiði að í félagsstörfunum skuli ávalt reynt til þrautar að ná samstöðu án atkvæðagreiðslu.

Og ef haldið er áfram þá hefur komið fram hugmynd um að kosin verði laganefnd á hverjum aðalfundi sem hafi það hlutverk að hlusta á félagsmenn milli aðalfunda og vinna að tillögum um endurskoðun á lögum félagsins í samræmi við óskir og áhuga félagsmanna.

Comment frá TF3GB

Þið í stjórninni verðið að fyrirgefa mér, en ég tel að hvorki formaður félagsins, stjórnin að öðru leyti eða nefndin sem kosin var, geti breytt löglegum gerningi aðalfundarins. Sá sem nú á að þröngva í nefndina, hlaut ekki brautargengi á aðalfundinum í lýðræðislegri kosningu. Eftir það sé ég ekki að hann eigi að vera rétthærri en t.d. TF3KB, sem lika lagði tillögur fyrir aðalfundinn eða hvaða félagsmaður sem er annar til að koma með ábendingar og frekari tillögur. Mér finnst þetta lýsa vantrausti stjórnar og formanns á löglega kjörnum nefndarmönnum.          73, TF3GB

Comment frá TF3LL

Sælir. Þetta gengur ekki upp. Það er ekki hægt að bæta við nefndarmanni í nefnd sem kjörin var á aðalfundi félagsins. Það verður þá sennilega að boða til félags eða auka aðalfundar eigi að gera það en hinsvegar getur nefndin kallað eftir áliti og tillögum frá hvaða félaga sem er og að sjálfsögðu þar á meðal frá TF3GL

73, TF2LL

Á stjórnarfundi í dag, 9. júlí 2015, lét TF3GB, Bjarni Sverrisson, ritari ÍRA, af stjórnarstörfum að eigin ósk og í góðri sátt við sitjandi stjórn. Við ritarastarfinu tók þar til annað verður ákveðið, TF8KY, Sigurður Hrafnkell Sigurðsson, varamaður í stjórn.

Við þökkum Bjarna vel unnin og ósérhlífin störf í þágu ÍRA og bjóðum Hrafnkel velkominn í stjórnina og til ábyrgðarmikilla starfa fyrir félagið.

Fh. stjórnar ÍRA, TF3JA

Kallmerki Grimeton stöðvarinnar er SAQ

Hlustun á netinu

Leiðbeiningar

Í dag eru 150 dagar þar til ITU verður 150 ára, upprunalega “the International Telegraph Union” fylgist með á vef ITU, ITU150.

MORSE er ennþá virkasti og hagkvæmasti fjarskiptahátturinn

QSL-stjóri minnir á hreinsunina í buroinu og að síðasti dagur til að

koma kortum í útsendinguna er fimmtudagurinn 8. janúar 2015.

TF3GB, ritari.

Kynning vegna námskeiðs til amatörprófs verður í félagsheimili ÍRA í

Skeljanesi, fimmtudaginn 8.janúar 2015, kl. 20.30  Verið öll velkomin.

TF3GB, ritari ÍRA.

Intrepid-DX hópurinn stefnir að DX-leiðangri til Suður-Georgíu- og Suður-Sandvíkureyja í janúar til febrúar á árinu 2016.

“Velkomin á vefsíðu Suður Sandvíkur- og Suður Georgíueyja DX leiðangursins, heimasíða leiðangursins. þar sem IntrepidDX hópurinn kynnir stoltur áætlaðan leiðangur til tveggja sjaldgæfustu kallmerkjasvæða heimsins í janúar-febrúar 2016. Fjórtán radíóamatörar ætla að byrja á því að fara í land á Suður Sandvíkureyju og virkja fjórða mest eftirsóttasta DX forskeyti radíóamatöra í átta daga. Eftir það verður haldið til Suður-Georgíueyjar og níunda mest eftirsótta forskeyti radíóamatöra virkjað í átta daga. Öll áætlunin er háð veðri, vindum og velvild ýmissa aðila.

Áætlað er að leiðangurinn kosti tæpa hálfa milljón bandaríkja dala og nýtur styrkja víða en er að miklu leyti kostaður af þeim sem í ferðina fara.”

Heimasíða leiðangursins

Heimasíða Intrepid DX hópsins

… og þar stendur meðal annars:

Við erum alþjóðlegur hópur radíóamatöra. Við erum frá Ameríku, Bosníu, Búlgaríu, Kúbu, Frakklandi, Írak, Rússlandi, Serbíu og Spáni. Við bjóðum radíóamatörum frá öllum þjóðum heims að slást í lið með okkur.

Námskeið til amatörprófs verður haldið 12. janúar til 9. apríl 2015

í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Kennt verður tvo daga í viku, á

mánudögum og fimmtudögum, frá 20.00 til 22.00, samkvæmt dagskrá.

Einnig er ráðgert að þrjá sunnudagsmorgna verði verkleg kennsla

í félagsheimili ÍRA. 

Dagskráin verður send sérstaklega þeim sem skráð eru til þátttöku.

Þátttökugjald, 20.000,- krónur, greiðist við móttöku námsgagna.

Námskeiðinu lýkur með prófi, fljótlega eftir 9. apríl.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

 

TF2LL staddur suður í höfum skrifaði á póstlistann í morgun:

Sælir félagar,

ég setti fram spurningu hér á grúppuna fyrir nokkrum mánuðum. Hef pláss á milli mastra ca 25 metra, hvaða loftnet gæti komið til greina. Þá var ég að hugsa um að nýta lengdina sem best og hafa sem flest bönd. Slatti af tillögum komu fram. Niðurstaðan hjá mér var sú að setja saman hjámiðju fæddann dípól. Sem næst plássinu sem er til staðar. En að endingu setti ég saman dípól úr jökla vír sem ég gat vélað út úr TF3IG og 1:4 balun ættuðu frá HRO í usa. 17,38 m og 3,65 m. Pælingin á bak við OFC er jú að hafa sem mestan möguleika á banda fjölda og einnig og ekki síst aðstæður hér um borð í skipinu. Með OFC liggur fæðilínan nánast lóðrétt niður og inn um glugga inn í íbúðina hjá mér. Við loftnetið er svo tengdur blár kassi sem á stendur Flex 3000. Flexinn er með innbyggðan tuner eða loftnetsaðlögunartæki sem margir vilja kalla svo.  Skemmst er frá því að segja að þetta svínvirkar. Flex tækið stillir sig sjálft út í loftnetið og það þarf ekki mikið og ekkert að hugsa um það en ég hef tekið eftir því að útgeislað afl fer ekki mikið yfir 50 wött. Ég var áður með Icom 706 um borð og á gamla skipinu mínu miklu lengra loftnet, nær 100 metrum en það kom mér verulega á óvart hversu þetta loftnet virkar vel. Sem er svo miklu styttra. Þessa stundina er ég staddur fyrir utan Kýpur og er nú þegar búinn að hafa samband við TF stöðvar á 10 metrunum og núna síðast samband við TF3JB á 20 m er hann var í gríðarmikilli “kös” en náði samt að lesa mig.  CW kallinn JB kemur nefnilega ekki oft á SSB og kannski var kösin þess vegna ! En kvað um það. Það sem ég vildi segja að það þarf ekki stór eða merkileg loftnet til þess að komast í loftið. Ekki pæla of mikið í kringumstæðum fram og til baka. Henda út vír og koma sér í loftið. Mig nefnilega rennur grun í að einhverjir eigi kallmerki en komi sér ekki til þess að fara í loftið.Ég hef áður sagt að félagið eigi að styðja nýliða til þess að yfirstíga míkrafónfælnina. Félagið á að styðja við nýliða fram og til baka. En niðurstaðan er: hengja upp vír og koma sér í loftið.
73 de TF2LL