,

Umræður í stjórn um laganefnd

Innan stjórnar hefur töluvert verið rætt um þá ákvörðun aðalfundar 11. júní 2015 að kjósa laganefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða lög félagsins á starfsárinu í framhaldi af tillögu TF3GB:

„Undirritaður leggur til að framkomnum breytingartillögum á lögum ÍRA verði vísað til 3 manna nefndar sem aðalfundur kýs sér. Nefndin hafi starfstíma til 15. apríl 2016. Nefndin taki við ábendingum og athugasemdum á starfstímanum. Móti tillögur sem verði sendar út með aðalfundarboði 2016. Bjarni Sverrisson TF3GB“

Tillögur komu fram um eftirfarandi félagsmenn í nefndina TF3VS, TF3GL, TF3UA, TF3HM. Gengið var til kosninga og niðurstaðan var sú að TF3VS, TF3UA og TF3HM voru kosnir í nefndina. Innan stjórnar er samhugur um að leggja til við kosna nefndarmenn að þeir bjóði TF3GL að taka þátt í störfum nefndarinnar sem fullgildur nefndarmaður. Álit stjórnarinnar byggir á þeirri hugsun að ÍRA er áhugamannafélag þar sem allar skoðanir eru jafnréttháar og því markmiði að í félagsstörfunum skuli ávalt reynt til þrautar að ná samstöðu án atkvæðagreiðslu.

Og ef haldið er áfram þá hefur komið fram hugmynd um að kosin verði laganefnd á hverjum aðalfundi sem hafi það hlutverk að hlusta á félagsmenn milli aðalfunda og vinna að tillögum um endurskoðun á lögum félagsins í samræmi við óskir og áhuga félagsmanna.

Comment frá TF3GB

Þið í stjórninni verðið að fyrirgefa mér, en ég tel að hvorki formaður félagsins, stjórnin að öðru leyti eða nefndin sem kosin var, geti breytt löglegum gerningi aðalfundarins. Sá sem nú á að þröngva í nefndina, hlaut ekki brautargengi á aðalfundinum í lýðræðislegri kosningu. Eftir það sé ég ekki að hann eigi að vera rétthærri en t.d. TF3KB, sem lika lagði tillögur fyrir aðalfundinn eða hvaða félagsmaður sem er annar til að koma með ábendingar og frekari tillögur. Mér finnst þetta lýsa vantrausti stjórnar og formanns á löglega kjörnum nefndarmönnum.          73, TF3GB

Comment frá TF3LL

Sælir. Þetta gengur ekki upp. Það er ekki hægt að bæta við nefndarmanni í nefnd sem kjörin var á aðalfundi félagsins. Það verður þá sennilega að boða til félags eða auka aðalfundar eigi að gera það en hinsvegar getur nefndin kallað eftir áliti og tillögum frá hvaða félaga sem er og að sjálfsögðu þar á meðal frá TF3GL

73, TF2LL

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

18 + four =