Entries by TF3GB - Bjarni Sverrisson

,

Kynning

Kynning vegna námskeiðs til amatörprófs verður í félagsheimili ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 8.janúar 2015, kl. 20.30  Verið öll velkomin. TF3GB, ritari ÍRA.

,

Auglýsing um námskeið

Námskeið til amatörprófs verður haldið 12. janúar til 9. apríl 2015 í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Kennt verður tvo daga í viku, á mánudögum og fimmtudögum, frá 20.00 til 22.00, samkvæmt dagskrá. Einnig er ráðgert að þrjá sunnudagsmorgna verði verkleg kennsla í félagsheimili ÍRA.  Dagskráin verður send sérstaklega þeim sem skráð eru til þátttöku. Þátttökugjald, […]

,

Ánægjuleg frétt

Sælir félagar. Þann 18.apríl 2013, skilaði nefnd ÍRA um fjaraðgang af sér skýrslu um, sem nefnd var áfangaskýrsla, þar sem hún fjallaði einvörðungu um fjarstýringu íslenskra leyfishafa á eigin stöð eða stöð annars radíóamatörs hér á landi. Stjórn ÍRA hafði áður beðið þá Vilhjálm Kjartansson, TF3DX,  Kristján Benediktsson, TF3KB og Yngva Harðarson, TF3Y að vinna […]

,

Hljóðnaður lykill

Eftirfarandi barst frá Sigurbirni, TF3SB: Heinz George Stroebel, TF3XG / WA9UZM, Leyfi nr. 238, sem var mörgum íslenskum amatörum af góðu kunnur, er látinn. George var fæddur í Þýskalandi 18. ágúst 1931. Hann lést 17. nóvember 2014. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Eftirlifandi er eiginkona hans Ásdís Lillý Snorradóttir, TF3LST. Við vottum Ásdísi og […]

,

Frá QSL-stjóra

Frá QSL-stjóra hafa borist þau skilaboð að fyrir dyrum standi árleg hreinsun, þegar öll kort sem þá verða í buroinu verða send út. Félagar eru hvattir til að koma syndunum frá og koma kortunum í buroið eigi síðar en fimmtudaginn 8. janúar 2015. 73, TF3GB

,

Framlenging sérheimilda

ÍRA hefur sótt um og fengið framlengt sérheimildum íslenskra radíóamatöra til notkunar eftirtalinna tíðnisviða: 1850 – 1900 KHz    til notkunar í tilgreindum alþjóðlegum keppnum samkvæmt töflu undir liðnum “Tíðnisvið radíóamatöra” á heimasíðunni. Gildir til 31.12. 2015. 5260 – 5410 KHz    60 m bandið. Gildir til 31.12. 2016. 70 – 70,2 MHz         4m bandið. […]

,

Vegna auglýsingar sem tekin var af heimasíðunni 17.11.2014

Í tilefni af auglýsingu frá TF4M á heimasíðunni, sem TF3SG setti inn, þar sem íslenskum radíóamatörum er boðið að fjarstýra stöð TF4M, skal eftirfarandi tekið fram: Fjaraðgangsnefnd ÍRA, gaf út skýrslu er varðaði fjarstýringu senda innanlands í apríl 2013. Síðan þá hefur láðst að senda skýrsluna til PFS til skoðunar og fá athugasemdir, ef einhverjar […]

,

Kallmerki amatöra

Á Wikipediu er að finna ágæta grein um tilurð og venjur í sambandi við kallmerki amatöra og hverjir hafa með hvað að gera í því sambandi.  Tengill á síðuna er hér: http://en.wikipedia.org/wiki/ITU_prefix_(amateur_stations) . Þetta er í grófum dráttum það sem viðgengst meðal radíóamatöra í heiminum í dag. 73, Bjarni, TF3GB

,

NRAU – IARU kynningin er í dag, fimmtudaginn 13. nóvember

Sælir félagar. Fimmtudaginn 13. (6.) nóvember munu Vilhjálmur, TF3DX, og Kristján, TF3KB, halda erindi og svara spurningum um NRAU ráðstefnuna sem haldin var 15.-17 ágúst sl. og   IARU region1 ráðstefnuna, sem haldin var 20.-27. september sl.. Vonandi sjá sem flestir félagar sér fært að mæta í félagsheimilið og hlusta á fróðlegt erindi. Samkvæmt venju hefst erindið kl 20.30. […]