,

Vegna auglýsingar sem tekin var af heimasíðunni 17.11.2014

Í tilefni af auglýsingu frá TF4M á heimasíðunni, sem TF3SG setti inn, þar sem íslenskum radíóamatörum er boðið að fjarstýra stöð TF4M, skal eftirfarandi tekið fram:

Fjaraðgangsnefnd ÍRA, gaf út skýrslu er varðaði fjarstýringu senda innanlands í apríl 2013. Síðan þá hefur láðst að senda skýrsluna til PFS til skoðunar og fá athugasemdir, ef einhverjar yrðu. Verður það nú gert þó seint sé. Meðan staðan er þessi er ekki við hæfi að auglýsingar af þessu tagi séu á heimasíðu félagsins. Einnig  hafa tilmæli IARU R-1 ráðstefnunnar frá í september 2014, VA14_C4_REC_04, verið send til PFS og í svari við því kemur fram að PFS sé að bíða upplýsinga frá CEPT varðandi stefnu í fjaraðgangsmálum. Þeim sem óska frekari upplýsinga um þessi mál er bent á að hafa samband við PFS.

F.h. Stjórnar ÍRA,

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fourteen − 10 =