Entries by TF3GB - Bjarni Sverrisson

,

Af gefnu tilefni

Á aðalfundi félagsins, 17. maí síðastliðinn, var lögð fram tillaga að ályktun um tvö meginefni, svokallað fjaraðgangsmál og svokallað lærlingsmál, sem þá voru í gangi. Í ályktuninni var gefið í skyn að félagið gætti ekki hagsmuna félaganna og að stjórn félagsins hefði haft óeðlileg afskipti af afgreiðslu þessara mála hjá PoF. Ýmis köpuryrði flugu í […]

,

RSGB IOTA-keppnin.

RSGB IOTA-keppnin verður haldin 26. og 27. júlí. Keppt er bæði á SSB og CW. Nánari upplýsingar er að finna undir tenglinum hér fyrir neðan. http://www.rsgbcc.org/hf/rules/2014/riota.shtml Bjarni, TF3GB

,

VHF/UHF útileikar

Sæl öll. Læt það eftir mér, þótt seint sé, að minna á VHF/UHF útileikana, sem haldnir voru fyrstu helgina í júlí, 2012 og 2013. Guðmundur Löve, TF3GL, skrifaði reglurnar í 1. tbl. CQ-TF 2012. Dagsetningin er  5. og 6. júlí í ár.  Guðmundur mun taka við loggum og sjá um útreikning stiga. Læt hér fylgja með […]

,

Kynning á heimasíðu og veftólum

Á vetrardagskrá I.R.A. fimmtudaginn 27.nóvember n.k. er gert ráð fyrir kynningu á nýrri heimasíðu og upplýsingakerfi félagsins. Hrafnkell formaður og Guðmundur Löve ritari munu mæta og sýna og útskýra hvernig heimasíðan virkar best. Samkvæmt venju hefst kynninin kl.20.30.  Vonast til að sjá sem flesta 73 Guðmundur, TF3SG

,

Uppgjör útileika

Uppgjör útileika fór fram í félagsheimili I.R.A. fimmtudag 13.nóvember.  Kristinn Andersen kynnti niðurstöður.  Georg Magnússon, TF2LL var efstur manna með flest stig og færir stjórn I.R.A.honum hamingju óskir með frábæran árangur.  Kristinn Andersen, TF3KX var næstur. Mæting var ágæt og skemmtileg stemmning þegar svo margir mæta og deila reynslu sinni. Niðurstöður útileikanna verða birtar fljótlega […]

,

Útileikar uppgjör

Á fimmtudaginn 13.nóvember n.k.mun Kristinn, TF3KX fara yfir útileikana og veita viðurkenningar.  Eins og alla fimmtudaga er félagsaðstaðan opin frá kl. 20.00 en uppgjörið byrjar kl.20.30.  Það verður að sjálfsögðu heitt á könnuni og mikið fjör.   Ég vonast til að sjá sem flesta. 73´ Guðmundur, TF3SG