,

Af gefnu tilefni

Á aðalfundi félagsins, 17. maí síðastliðinn, var lögð fram tillaga að ályktun um tvö meginefni, svokallað fjaraðgangsmál og svokallað lærlingsmál, sem þá voru í gangi. Í ályktuninni var gefið í skyn að félagið gætti ekki hagsmuna félaganna og að stjórn félagsins hefði haft óeðlileg afskipti af afgreiðslu þessara mála hjá PoF. Ýmis köpuryrði flugu í umræðunni, sem óþarft er að hafa eftir. Forsvarsmaður ályktunarinnar, TF3GL, var ekki á aðalfundinum og ekki þeir sem málin spruttu  útaf heldur.  Með atkvæðagreiðslu var ályktuninni vísað frá. Núverandi stjórn félagsins getur lítið talað fyrir fyrri stjórn, en gengur út frá því sem vísu, að hún hafi gætt hagsmuna félaganna eftir bestu getu. Núverandi  stjórn ákvað hins vegar að rannsaka málið, vegna hins slæma andrúmslofts, sem hafði skapast. Eftir miklar bréfaskriftir, tvo stjórnarfundi, annar með TF3GL,  og fund með fulltrúa PoF, varð niðurstaðan þessi:

Fjaraðgangsmálið er óafgreitt að hluta, þar sem sá hluti fer fyrir ráðstefnu IARU í Varna í Búlgaríu. Í lærlingsmálinu kom í ljós að ÍRA hafði engin afskipti af því máli áður en til afgreiðslu PoF kom. Niðurstaðan var kynnt TF3GL um leið og hún varð ljós. Stjórn ÍRA lýkur með þessu málarekstri vegna ofangreindrar ályktunar og vonar að framvegis ríki sátt í félaginu.

73 Bjarni Sverrisson, TF3GB, ritari ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five + eighteen =