,

VP8DOR/MM alias TF2LL/MM hefur komið upp nýju loftneti á skipinu

TF2LL staddur suður í höfum skrifaði á póstlistann í morgun:

Sælir félagar,

ég setti fram spurningu hér á grúppuna fyrir nokkrum mánuðum. Hef pláss á milli mastra ca 25 metra, hvaða loftnet gæti komið til greina. Þá var ég að hugsa um að nýta lengdina sem best og hafa sem flest bönd. Slatti af tillögum komu fram. Niðurstaðan hjá mér var sú að setja saman hjámiðju fæddann dípól. Sem næst plássinu sem er til staðar. En að endingu setti ég saman dípól úr jökla vír sem ég gat vélað út úr TF3IG og 1:4 balun ættuðu frá HRO í usa. 17,38 m og 3,65 m. Pælingin á bak við OFC er jú að hafa sem mestan möguleika á banda fjölda og einnig og ekki síst aðstæður hér um borð í skipinu. Með OFC liggur fæðilínan nánast lóðrétt niður og inn um glugga inn í íbúðina hjá mér. Við loftnetið er svo tengdur blár kassi sem á stendur Flex 3000. Flexinn er með innbyggðan tuner eða loftnetsaðlögunartæki sem margir vilja kalla svo.  Skemmst er frá því að segja að þetta svínvirkar. Flex tækið stillir sig sjálft út í loftnetið og það þarf ekki mikið og ekkert að hugsa um það en ég hef tekið eftir því að útgeislað afl fer ekki mikið yfir 50 wött. Ég var áður með Icom 706 um borð og á gamla skipinu mínu miklu lengra loftnet, nær 100 metrum en það kom mér verulega á óvart hversu þetta loftnet virkar vel. Sem er svo miklu styttra. Þessa stundina er ég staddur fyrir utan Kýpur og er nú þegar búinn að hafa samband við TF stöðvar á 10 metrunum og núna síðast samband við TF3JB á 20 m er hann var í gríðarmikilli “kös” en náði samt að lesa mig.  CW kallinn JB kemur nefnilega ekki oft á SSB og kannski var kösin þess vegna ! En kvað um það. Það sem ég vildi segja að það þarf ekki stór eða merkileg loftnet til þess að komast í loftið. Ekki pæla of mikið í kringumstæðum fram og til baka. Henda út vír og koma sér í loftið. Mig nefnilega rennur grun í að einhverjir eigi kallmerki en komi sér ekki til þess að fara í loftið.Ég hef áður sagt að félagið eigi að styðja nýliða til þess að yfirstíga míkrafónfælnina. Félagið á að styðja við nýliða fram og til baka. En niðurstaðan er: hengja upp vír og koma sér í loftið.
73 de TF2LL

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × four =