,

VP8 2016 DX-leiðangur

Intrepid-DX hópurinn stefnir að DX-leiðangri til Suður-Georgíu- og Suður-Sandvíkureyja í janúar til febrúar á árinu 2016.

“Velkomin á vefsíðu Suður Sandvíkur- og Suður Georgíueyja DX leiðangursins, heimasíða leiðangursins. þar sem IntrepidDX hópurinn kynnir stoltur áætlaðan leiðangur til tveggja sjaldgæfustu kallmerkjasvæða heimsins í janúar-febrúar 2016. Fjórtán radíóamatörar ætla að byrja á því að fara í land á Suður Sandvíkureyju og virkja fjórða mest eftirsóttasta DX forskeyti radíóamatöra í átta daga. Eftir það verður haldið til Suður-Georgíueyjar og níunda mest eftirsótta forskeyti radíóamatöra virkjað í átta daga. Öll áætlunin er háð veðri, vindum og velvild ýmissa aðila.

Áætlað er að leiðangurinn kosti tæpa hálfa milljón bandaríkja dala og nýtur styrkja víða en er að miklu leyti kostaður af þeim sem í ferðina fara.”

Heimasíða leiðangursins

Heimasíða Intrepid DX hópsins

… og þar stendur meðal annars:

Við erum alþjóðlegur hópur radíóamatöra. Við erum frá Ameríku, Bosníu, Búlgaríu, Kúbu, Frakklandi, Írak, Rússlandi, Serbíu og Spáni. Við bjóðum radíóamatörum frá öllum þjóðum heims að slást í lið með okkur.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

12 + two =