Entries by TF3JB

,

SKEMMTILEGUR SÓFASUNNUDAGUR

Jónas Bjarnason, TF3JB mætti á „sófasunnudag“ í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi 23. október. Umræðuþema var: „Hagnýtt gildi QRZ.COM, Eham.net og fleiri vefja fyrir radíóamatöra“. Farið var yfir efni fyrir radíóamatöra á völdum heimasíðum á netinu: QRZ / EHAM / DXSUMMIT / CONTESTCALENDAR / ON4KST / CLUBLOG / DXNEWS / DX.PROPAGATION / DAILYDX / SHERWENG og […]

,

SKELJANES Á MORGUN, SUNNUDAG

Vetrardagskrá ÍRA heldur áfram á fullu. Sunnudag 23. október kl. 11:00 verður Jónas Bjarnason, TF3JB með umræðuþema á sunnudagsopnun: „Hagnýtt gildi QRZ.COM, Eham.net og fleiri vefja fyrir radíóamatöra“. Viðburðurinn hefst kl. 11 stundvíslega og miðað er við að umræðum ljúki um kl. 12 á hádegi, en húsið er opnað kl. 10:30. Rúnstykki með kaffinu og […]

,

Frábært fimmtudagskvöld í Skeljanesi

Sigurður Harðarson, TF3WS heimsótti okkur í Skeljanes 20. október með erindið: „Fjarskiptaævintýri á Grænlandi“. Sigurður hefur ártaugareynslu af uppsetningu og viðhaldi fjarskiptakerfa, ekki bara á Íslandi heldur einnig í Noregi, Færeyjum og á Grænlandi. Að þessu sinni sagði hann okkur frá þegar hann var kallaður til Grænlands til að fá keðju endurvarpa á VHF og […]

,

SKELJANES Á FIMMTUDAG

Nýja vetrardagskráin heldur áfram. Á fimmtudag, 20. október er tvennt í boði í Skeljanesi. Kl. 17: Námskeiðið „Fyrstu skrefin“. Óskar Sverrisson, TF3DC leiðbeinir. Áhugasamir skrái sig tímanlega hjá Óskari í síma 862-3151. Kl. 20:30: Erindið „Fjarskiptaævintýri á Grænlandi“. Sigurður Harðarson, TF3WS flytur. Nýjustu amatörtímaritin liggja frammi og QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og […]

,

SKEMMTILEGUR SÓFASUNNUDAGUR

Yngvi Harðarson, TF3Y mætti á „sófasunnudag“ í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi 16. október. Umræðuþema var: „Keppnir og keppnisþátttaka“. Afar áhugaverðar, fróðlegur og skemmtilegar umræður. Yngvi velti fyrir sér í upphafi og spurði menn: „Hvað eru keppnir, hvers vegna tökum við þátt í keppnum og hvernig náum við árangri?“. Og upp frá því rúllaði boltinn. Fjallað […]

,

VEFSLÓÐ Á VETRARÁÆTLUN Á HEIMASÍÐU

Sérstök vefslóð hefur verið sett inn á opnunarsíðu heimasíðunnar (fréttasíðuna) með hlekk á nýju vetraráætlunina. Í horninu efst til hægri á klippunni fyrir neðan má sjá: VETRARDAGSKRÁ OKT.-DES. 2022 Opna dagskrána Það nægir að smella á „Opna dagskrána“ (þegar heimsíðan hefur verið opnuð) og þá birtist vetrardagskráin á skjánum. Stjórn ÍRA.

,

SKELJANES SUNNUDAG 16. OKTÓBER

Vetrardagskrá ÍRA heldur áfram á fullu. Sunnudag 16. október kl. 11:00 verður Yngvi Harðarson, TF3Y með umræðuþema á sunnudagsopnun: „Keppnir og keppnisþátttaka“. Viðburðurinn hefst kl. 11 stundvíslega og miðað er við að umræðum ljúki um kl. 12 á hádegi, en húsið er opnaði kl. 10:30. Rúnstykki með kaffinu og vínarbrauðslengja frá Björnsbakaríi. Sunnudagsopnanir (stundum nefndar […]

,

JAMBOREE ON THE AIR 2022

JOTA, Jamboree On The Air og JOTI, Jamboree On The Inernet viðburðirnir verða haldnir 14.-16. október. Þessa helgi standa radíóskátar um allan heim fyrir virkni á amatörböndunum og geta ungliðar í skátahreyfingunni fengið að tala í amatörstöðvar við aðra um heiminn, undir stjórn leyfishafa. Kallmerkið TF1JAM verður sett í loftið frá skátamiðstöðinni að Úlfljótsvatni. Þau […]

,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 13. OKTÓBER

Benedikt Sveinsson, TF3T mætti í Skeljanes fimmtudagskvöldið 13. október með erindið: „TF3D framhald; undirbúningur fyrir CQ World Wide DX SSB keppnina 2022“. Um var að ræða framhald af erindi um uppbyggingu stöðvarinnar þann 7. júlí s.l. Flestir þeirra sem höfðu mætt á fyrri hluta erindisins voru mættir á ný og urðu ekki fyrir vonbrigðum. Benedikt […]

,

ERINDI BENEDIKTS TF3T Á FIMMTUDAG

Ný vetrardagskrá félagsins heldur áfram á fimmtudag, 13. október kl. 20:30. Þá mætir Benedikt Sveinsson, TF3T í Skeljanes með erindið: „TF3D framhald; undirbúningur fyrir CQ WW DX SSB keppnina 2022“. Um er að ræða framhald erindis hans frá 7. júlí s.l. um uppbyggingu stöðvar þeirra Guðmundar Sveinssonar, TF3SG (bróður hans) TF3D, sem staðsett er við […]