Entries by TF3JB

,

FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Ný vetrardagskrá félagsins heldur áfram á fimmtudag, 17. nóvember kl. 20:30. Þá mætir Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY með erindið: „Fjarhlustun á HF með Airspy+DiscoverySDR“. Hrafnkell mun m.a. fjalla um reynslu af uppsetningu og notkun viðtækis yfir netið með aðra staðsetningu [en heima] m.a. til að auðvelda DX vinnu á lægri böndunum vegna truflana á heima QTH. […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 7-13. nóvember 2022. Alls fengu 22 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW), tali (SSB), fjarritun (RTTY) og AM og FM. Bönd: 6, 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40, […]

,

DXCC SKRÁNING TF KALLMERKJA

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðað við 11. nóvember 2022. Sextán TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða 6 kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista (13.8.2022). Benedikt Sveinsson, TF3T er nýr á íslenska DXCC listanum. Hann kemur inn með sex nýjar viðurkenningar; DXCC Phone, DXCC 80m, DXCC 40m, DXCC 20m, […]

,

SKELJANES 10. NÓVEMBER

Vetrardagskrá ÍRA hélt áfram 10. nóvember. Að þessu sinni var komið að félagsfundi sem var settur stundvíslega kl. 20:30. Fundarstjóri var kjörinn TF3JB og fundarritaði TF3UA. Tvö mál voru á dagskrá, erindið „Uppbygging TF3IRA í Skeljanesi“ og liðurinn „Önnur félagsmál“. Kl. 20:35 hófst erindi kvöldsins sem skiptist í fimm hluta: Flutningur tók um 45 mínútur. […]

,

WAE RTTY KEPPNIN 2022

Ein af stóru RTTY keppnum ársins  er Worked All Europe (WAE) keppnin. Hún verður haldin helgina 12.-13. nóvember. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð samanlagt í mest 36 klst. Í RTTY hlutanum gilda þær sérreglur, að er öllum heimilt að samband við alla. Það þýðir að sambönd á milli þátttakenda innan Evrópu […]

,

SKELJANES 10. NÓVEMBER

Vetrardagskrá ÍRA heldur áfram. Á fimmtudag 10. nóvember er tvennt í boði í Skeljanesi. Kl. 17:00 – Námskeiðið „Fyrstu skrefin“. Óskar Sverrisson, TF3DC leiðbeinir. Áhugasamir skrái sig tímanlega hjá Óskari í síma 862-3151. Kl. 20:30 – Félagsfundur: „Uppbygging TF3IRA í Skeljanesi“. Erindi í umsjá stjórnar. Húsið verður opnað kl. 20:00. QSL stjóri verður búinn að […]

,

FRÁBÆR MORSE-LAUGARDAGUR

Stefán Arndal, TF3SA og Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB stóðu fyrir viðburði á vegum félagsins í Skeljanesi laugardaginn 5. nóvember þar sem félagar mættu með morslykla sína í Skeljanes. Nánast allar tegundir af lyklum á staðnum, nema „sagarblöð“ eins og Stefán Arndal, TF3SA orðaði það. Meðal annars: Lyklar frá Vibroplex (buggar, handlyklar og pöllur), M.P. Pedersen […]

,

SKELJANES LAUGARDAG 5. NÓVEMBER

Vetrardagskrá ÍRA heldur áfram. Á laugardag 5. nóvember kl. 11:00 munu Stefán Arndal, TF3SA og Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB standa fyrir viðburðinn: „Félagar koma með morslykla sína í Skeljanes“. Viðburðurinn hefst kl. 11 stundvíslega og miðað er við að umræðum ljúki upp úr hádegi, en húsið verður opnað kl. 10:30. Rúnstykki með kaffinu og vínarbrauðslengja […]

,

VEL HEPPNAÐUR FIMMTUDAGUR

Kristinn Andersen, TF3KX formaður prófnefndar ÍRA mætti í hús í Skeljanes 3. nóvember með erindið: „Amatörpróf og undirbúningur fyrir þau“. Kristinn fór yfir amatörnámskeið ÍRA og ræddi almennt um undirbúning fyrir próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis. Hann ræddi m.a. um reglugerðina og um námsefnið og tók dæmi um efni á íslensku á heimasíðu ÍRA. Hann ræddi […]

,

FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Ný vetrardagskrá félagsins heldur áfram á fimmtudag, 3. nóvember kl. 20:30. Þá mætir Kristinn Andersen, TF3KX, formaður prófnefndar ÍRA með erindið: „Amatörpróf og undirbúningur fyrir þau“. Kristinn mun m.a. fjalla um reynsluna af námskeiði félagsins sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík í vor – bæði var í stað- og fjarnámi þegar 11 þátttakendur stóðust […]