,

TF5B MEÐ YFIR 22.500 QSO 2022

Brynjólfur Jónsson, TF5B hafði alls 22.558 QSO á árinu 2022. Samböndin voru höfð á FT8 samskiptareglum undir MFSK mótun. Hann hafði alls 146 DXCC einingar (135 staðfestar) og 37 CQ svæði (vantaði aðeins svæði 31, 34 og 36).

Þetta eru eilítið færri sambönd en árið á undan (2021) þegar hann hafði 25.237 QSO – en hann rauf 30 þúsund sambanda múrinn árið 2020, þegar hann hafði alls 30.103 sambönd. Síðustu fjögur ár leggja sig á 104.333 sambönd og síðust tíu ár samtals 167.709 sambönd.

Þess má geta að TF5B er með staðfestar alls 296 DXCC einingar og er handhafi 11 DXCC viðurkenninga.

Glæsilegur, glæsilegur árangur…hamingjuóskir Billi!

Stjórn ÍRA.

Myndin sýnir glæsilega fjarskiptaaðstöðu Brynjólfs Jónssonar TF5B á Akureyri. Ljósmynd: TF5B.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 + 6 =