,

ARRL RTTY ROUNDUP KEPPNIN 2023

ARRL RTTY Round-up keppnin fer fram helgina 7.-8. janúar. Þetta er 30 klst. keppni sem hefst á laugardag kl. 18:00 og lýkur á sunnudag kl. 24:00. Einmenningsstöðvar geta keppt mest [samtals] í 24 klst.

Þetta er keppni þar sem allir hafa samband við alla, hvar sem er í heiminum. Hafa má samband einu sinni við hverja stöð á bandi. Bönd: 80-40-20-15 og 10 metrar.

Skilaboð eru RST og raðnúmer, en W-stöðvar senda RST og ríki í Bandaríkjunum og VE-stöðvar RST og fylki í Kanada. Sjá nánar upplýsingar um stig og margfaldar í keppnisreglum. Senda þarf keppnisgögn innan 7 sólarhringa frá því keppni lýkur.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

https://contests.arrl.org/ContestRules/RTTY-RU-Rules.pdf
http://www.arrl.org/rtty-roundup

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten + 13 =