Jólakaffi ÍRA 2022 var haldið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 15. desember.
Kvöldið heppnaðist vel. Mikil ánægja – allir hressir og umræður á báðum hæðum. Skemmtilegur endir á metnaðarfullri vetrardagskrá félagsins sem hófst 6. október s.l. Við notuðum öll fimmtudagskvöld á tímabilinu og að auki – einn miðvikudag, einn laugardag og fimm sunnudaga.
Þessi vinsæli viðburður var síðast haldinn árið 2019 þar sem fella þurfti jólakaffið niður árin 2020 og 2021 vegna Covid-19 faraldursins. Félagsaðstaðan opnar næst fimmtudaginn 5. janúar 2023.
Alls mættu 33 félagsmenn og 1 gestur í Skeljanes þetta veðurstillta og fagra vetrarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!