,

YOTA KEPPNIRNAR 2022/23

„Yongsters On The Air“ verkefnið í IARU Svæði 1 gengst fyrir þremur YOTA keppnum á ári á HF. 

Markmiðið stuðla að virkni ungra leyfishafa um allan heim. Allir leyfishafar eru velkomnir að taka þátt burtséð frá aldri. Þrír keppnisdagar eru á ári og er hver keppni 12 klst.

Þriðji og síðasti hluti keppninnar á þessu ári (2022) fer fram 30. desember n.k. kl. 12:00-23:00.

1. hluti 2023 fer fram 22. apríl kl. 08:00-19:59.
2. hluti 2023 fer fram 22. júlí kl. 10:00-21:59.
3. hluti 2023 fer fram 20. desember kl. 12:00-23:00.

Keppnin fer fram á tali og morsi á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS(T) + aldur leyfishafa.

YOTA verkefnið „Youngsters on the air“ er sameiginlegt verkefni landsfélaga radíóamatöra innan IARU. Verkefnið hófst árið 2018 og hefur ÍRA hefur tekið þátt frá upphafi. Elín Sigurðardóttir, TF2EQ er ungmennafulltrúi ÍRA og YOTA verkefnisstjóri og Árni Freyr Rúnarsson, TF8RN, aðstoðarverkefnisstjóri YOTA.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Elín Sigurðardóttir TF2EQ og Árni Freyr Rúnarsson TF8RN í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

11 + 13 =