Entries by TF3JB

,

TF3JA verður með fimmtudagserindið 17. nóvember

Vetrardagskrá félagsins 2011 er nú hálfnuð og verður Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A. með fimmtudagserindið: Neyðarfjarskipti radíóamatöra þann 17. nóvember n.k. kl. 20:30 í félagsaðstöðunni við Skeljanes. Stjórn Í.R.A. undirbýr um þessar mundir mótun stefnu félagsins í málaflokknum. Grundvöllur þeirrar vinnu er að Í.R.A. viðurkennir mikilvægi neyðarfjarskipta. Um árabil hefur málaflokkurinn þó ekki verið […]

,

Gervihnattafjarskipti frá TF3IRA í dag

Síðari kynningin á gervihnattafjarskiptum á yfirstandandi vetrardagskrá fór fram í dag, 12. nóvember. Að sögn Benedikts Sveinssonar, TF3CY, gekk ekki vel að komast í samband að þessu sinni, en hlustað var m.a. eftir AO-7, AO-27, AO-51 og FO-29. Af þeim var AO-7 t.d. í skugga og ekki náðist í FO-29 vegna truflana. Ánægja var engu […]

,

Fjarskipti um gervitungl frá TF3IRA

Næsti viðburður á fyrri hluta vetrardagskrár félagsins 2011/2012 fer fram laugardaginn 12. nóvember kl. 14-17. Þá mun Benedikt Sveinsson, TF3CY, verða með kynningu á því hvernig DX-sambönd fara fram um gervitungl og býður upp á sýnikennslu frá félagsstöðinni, TF3IRA. Þetta er spennandi viðburður, þar sem langþráðu takmarki var náð í haust þegar stöðin varð loks […]

,

Auknar líkur á nýju 600 metra amatörbandi

Auknar líkur eru nú á að nýtt 600 metra amatörband í tíðnisviðinu 472-480 kHz verði að veruleika á WRC-12 tíðni- ráðstefnunni sem haldin verður í Genf í byrjun næsta árs. Skýrt var frá stöðu þessa máls (eins og það stóð þá) á þessum vettvangi þann 5. október s.l. Nú er því við að bæta, að […]

,

Sendingar frá TF1RPB liggja niðri

Endurvarpsstöð félagsins í Bláfjöllum, TF1RPB, hefur verið úti í nokkurn tíma. Ástæða þess er, að stagfesta fyrir burðarstaur loftnetsins við stöðina mun hafa gefið sig og hann fallið til jarðar. Staurinn mun þó hafa fallið á “réttu” hliðina, þ.e. þannig að loftnetið er óskemmt. Að sögn Þórs Þórissonar, TF3GW, kom þetta í ljós þegar Guðmundur […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3GL

Guðmundur Löve, TF3GL, flutti fróðlegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes fimmtudaginn 3. nóvember. Hann sagði frá og útskýrði tölvuforritið EZNEC sem “hermir” eftir virkan loftneta. Hann fór vel yfir virkni forritsins með því að taka dæmi um nokkrar grunngerðir loftneta, s.s. tvípóla, lóðréttra stangarneta, Windom neta o.fl. Guðmundur sýndi m.a. áhrif fjarlægðar yfir mismunandi […]

,

Góð þátttaka frá TF í CQ WW DX SSB keppninni

Alls tóku 10 TF stöðvar þátt í SSB-hluta CQ WW DX keppninnar sem haldinn var helgina 29.-30. október. Upplýsingar liggja fyrir um ætlaðan árangur (e. claimed scores) tveggja þeirra, TF3CW og TF4X, sem er glæsilegur, sbr. meðfylgjandi töflu. TF3ZA keppti í einmenningsflokki á 80 metrum, hámarksafli. Hann mun hafa haft um 1000 QSO. Samanlagður fjöldi […]

,

Guðmundur TF3GL verður með fimmtudagserindið

Guðmundur Löve, TF3GL, flytur fimmtudagserindið á vetrardagskrá félagsins í þessari viku, þann 3. nóvember n.k. Hann mun segja frá og halda fræðsluerindi um EZNEC forritið. Nokkur forrit eru til sem herma eftir loftnetum, en óhætt er að segja að EZNEC hefur í seinni tíð náð töluverðri útbreiðslu. Erindi Guðmundar hefst kl. 20:30 í félagsaðstöðu Í.R.A. […]

,

Vilhjálmur TF3DX fór á kostum í Skeljanesi

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, flutti áhugavert og vel heppnað fimmtudagserindi í Skeljanesi í gær, 27. október, sem hann nefndi “Merki og mótun”. Erindið byggir á fyrirlestrum sem hann flutti vorið 2011 fyrir nemendur á námskeiði félagsins til amatörprófs. Vilhjálmur kynnti erindið þannig: “…að hugmyndin væri að leggja grunn hjá þeim sem skemmra væru komnir um leið og efnið væri hugsað til […]

,

Fjarskiptaáætlun 2011-2014 og 2011-2022

Póst- og fjarskiptastofnun kynnti á vef sínum í dag, 27. október, um drög að nýrri fjarskiptaáætlun sem eru til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu, en ráðherra hefur ákveðið að leggja nýja fjarskiptaáætlun fyrir Alþingi á 140. löggjafarþingi nú í haust. Verkefnið var unnið í innanríkisráðuneytinu með aðkomu Póst- og fjarskiptastofnunar, auk vinnuhópa úr stjórnkerfinu í umsjón verkefnisstjórnar […]